Líflegar umræður í morgunkaffi Starfsafls

Föstudaginn 22. september sl. var blásið til morgunkaffis á skrifstofu Starfsafls undir yfirskriftinni “Er fræðsla í bollanum þínum”, sjá nánar hér 

Á þennan annan fund undir þessari yfirskrift mættu fjórir góðir gestir frá fjórum gjörólíkum fyrirtækjum sem eiga það sameiginlegt að vilja hlúa að sínum mannauð með virkri símenntun. Það var margt rætt, t.d. erlendir starfsmenn, fjölbreytni í fræðslu, e-learning eða rafræn fræðsla og í því samhengi talað m.a. um Visku, nýtt fyrirtæki sem er að hasla sér völl á þessu sviði, fræðslustjóra að láni, endurmenntun atvinnubílstjóra, vinnutíma og facebook@work, svo fátt eitt sé nefnt.

Það var samdóma álit gesta að þetta hefði verið gagnlegt og tilgangi fundarins verið náð, tengingar hefðu verið myndaðar og allir fóru heim með nýja vitneskju í farteskinu.

Næsti kaffimorgun er miðvikudaginn 22. nóvember nk. 9:30 og skráning er á netfangið starfsafl@starfsafl.is