Er fræðsla í bollanum þínum ?

Kannski ekki alveg, en okkur datt ekkert annað í hug sem yfirskrift á þetta fréttakorn. En málið er þetta – hvað er skemmtilegra en að ræða fræðslumál yfir góðum kaffibolla með súkkulaði á kantinum ?

Við sem störfum hér hjá Starfsafli getum seint undirstrikað mikilvægi þess að eiga gott samtal við forsvarsmenn fyrirtækjanna sem félagsmenn okkar starfa hjá, til að sjá hvað betur mætti fara í starfsmenntamálum þess hóps.

Sem lið í því bjóðum við þeim sem hafa með mannauðs- og fræðslumál að gera, til okkar í morgunkaffi. Þannig getum við hlustað, tekið samtalið,  lært og leitað leiða til að mæta þörfum fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra. Þá er ekki síður ávinningur  fyrir okkar gesti að koma hingað á skrifstofu Starfsafls, kynnast sjóðnum betur, heyra hvað aðrir eru að gera í sínum mannauðs- og fræðslumálum og vonandi mynda gagnlegar tengingar.

Um er að ræða fámenna morgunfundi, hámark 6 gesti, enga dagskrá en skemmtilegar umræður ef vel tekst til.

Næsti kaffimorgun er áætlaður 22. september nk. kl. 9:30 og skráning er á netfangið starfsafl@starfsafl.is

Vertu velkomin/n