Styrkloforð tæplega 2,5 milljónir króna í ágúst

Í ágúst bárust Starfsafli 24 umsóknir frá 13 fyrirtækjum, þar af voru tvær umsóknir vegna eigin fræðslu fyrirtækja. Styrkloforð námu rúmlega 2.5 milljónum króna og munar þar mest um tæplega einnar milljón króna styrkloforð vegna eigin fræðslu fyrirtækis. Þá bíða enn þrjár umsóknir afgreiðslu þar sem gögn voru ófullnægjandi. Styrkloforð þessa mánaðar mun því væntanlega hækka að því gefnu að þau gögn sem upp á vantar skili sér og séu fullnægjandi.

Þau námskeið sem styrkt voru eru mjög fjölbreytt og áhugavert að sjá ný námskeið koma inn sem sýnir ánægjulega þróun í fræðsluframboði í takt við þarfir fyrirtækjanna.

Önnur námskeið sem hlutu loforð um styrk voru m.a:

Brunavarnir
Einföld öryggisúttekt
Enska fyrir byrjendur
Fiskvinnslunámskeið
Hluti af heild, lykilhlutverk
Markaðsnámskeið
Millistjórndanámskeið
Námsk i hreinlæti og meðferð matvæla
Samfélagsmiðlar og sýnileiki í ferðaþjónustu
Samkeppnisreglur og ný persónuverndarlög
Samningatækni II
Sálræn skyndihjálp
Sérsniðin námskeið
Skyndihjálp
Skyndihjálp og Björgun
Virðing og vinnusiðferði
Öryggisnámskeið

Fyrirtæki með starfsfólk innan Flóabandalagsins geta sótt til sjóðsins og hvetur Starfsafl fyrirtæki til að hafa samband og kanna hvaða leiðir eru mögulegar. Þá má finna nánari upplýsingar á vef Starfsafls www.starfsafl.is eða í síma 5107550