Sífellt að gera betur

Í nýjasta félagsblaði Eflingar er viðtal við framkvæmdastjóra Starfsafls.  Þar segir hún mikið sótt í sjóðinn og fari vaxandi. Á síðasta ári voru greiddir út styrkir fyrir rúmlega 190 milljónir króna og það sem af er ári sýnir aukningu í bæði styrkjum til einstaklinga og fyrirtækja enda mikill uppgangur í samfélaginu. Hún fer ennfremur inn á málefni erlendra starfsmanna og fræðslumál innan minni fyrirtækja, sem hluta af verkefnum sjóðsins.  Þá undirstrikar hún mikilvægi þess að eiga gott samtal við forsvarsmenn fyrirtækjanna sem félagsmenn starfa hjá, til að sjá hvað betur mætti fara í starfsmenntamálum þess hóps. 

Viðtalið má lesa í heild sinni hér www.efling.is

Myndina tók Herdís Steinarsdóttir.