Námskeið í matvæla- og veitingagreinum

Fagnámskeið I, II og III hefjast innan skamms en markmið námskeiðanna er að auka færni starfsfólks til þess að sinna störfum sínum í mötuneytum og eldhúsum. 

Námskeiðin fara  fram á íslensku og eru þátttakendum að kostnaðarlausu, þar sem Starfsafl styrkir að fullu þá félagsmenn sem tilheyra sjóðnum.

Áhersla er lögð á að auka faglega þekkingu á sviði matvæla- og veitingagreina og gefa fullorðnum tækifæri til fagmenntunar á sviðinu.

Á fagnámskeiðinum I og II er lögð áhersla á samskipti, tölvunotkun, hreinlætisfræði, næringarfræði og matreiðslu. Á fagnámskeiði III er lögð áhersla á matreiðsluaðferðir, matseðlafræði og matreiðslu á grænmetisfæði.

Nám á fagnámskeiðunum er metið til eininga í námi í matvæla- og veitingagreinum, þar á meðal námi matartækna.

Nánar:

Fagnámskeið I:
Lengd: Samtals 60 kennslustundir.

Kennslutímabil: 26. september – 9. nóvember 2017
Kennsludagar: Þriðjudagar og fimmtudagar.
Kennslutími: 15:45 – 18:50

Fagnámskeið II:
Lengd: Samtals 60 kennslustundir.

Kennslutímabil: 30. janúar – 22. mars 2018
Kennsludagar: Þriðjudagar og fimmtudagar.
Kennslutími: 15:45 – 18:50

Fagnámskeið III:
Lengd: Samtals 56 kennslustundir.

Kennslutímabil: 4. apríl – 25. maí 2018
Kennsludagar: Mánudagar og miðvikudagar.
Kennslutími: 15:45 – 18:50

Staður: Hótel og matvælaskólinn í Kópavogi, Digranesvegi 51.
Umsjón: Guðlaug Ragnarsdóttir sími 594-4082.

Innritun fer fram hjá Eflingu stéttarfélagi, sími 510-7500

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Starfsafls og Eflingar