Sérfræðingahópur um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði og skipaður var fulltrúum Vinnumálastofnunar, Alþýðusambands Íslands, Hagstofu Íslands og Samtökum Atvinnulífsins, hefur skilað skýrslu um efnið. Skýrslan ber heitið Færniþörf á vinnumarkaði – Hvernig má spá fyrir um færniþörf á íslenskum vinnumarkaði. Í skýrslunni koma meðal annars fram tillögur hópsins, færnispár, spáferli annarra ríkja og gögn […]
Omnom hf fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við fyrirtækið Omnom hf. Omnom er lítil súkkulaðigerð í Reykjavík sem framleiðir handgert súkkulaði, stofnuð af æskuvinunum Kjartani Gíslasyni og Óskari Þórðarsyni. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þeir félagar hafi byrjað á þessu sem tilraun eða áskorun til að sjá hvort þeir gætu öðlast skilning á […]
36 umsóknir frá 22 fyrirtækjum í júní
Í júnímánuði ársins bárust Starfsafli 36 umsóknir frá 22 fyrirtækjum. Fyrirtækin sem um ræðir eru fjölbreytt að vanda, meðal annars í öryggisgæslu,heildsölu, fiskvinnslu, ferða – og veitingaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Þá eru þrjú ný fyrirtæki sem ekki hafa sótt áður í sjóðinn og það er ánægjulegt. Heildarupphæð styrkloforða var á fjórðu milljón króna og […]
Ásókn í Fræðslustjóra að láni aldrei verið meiri
Á fyrstu 6 mánuðum ársins hafa sjóðnum borist 14 umsóknir vegna Fræðslustjóra að láni og hafa jafnmargir samningar verið undirritaðir, þar af fjórir samningar vegna umsókna frá 2017. Samanlagt hafa því verið teknar til skoðunar 18 umsóknir það sem af er ári. Það er gríðarleg aukning og jafngildir þeim fjölda samninga sem alla jafna er […]
Afgreiðsla takmörkuð vegna sumarleyfa
Skrifstofa Starfsafls verður alveg lokuð frá mánudeginum 11. júní til og með föstudagsins15 júní. Frá 18 júní til 5 júlí verður opið frá 8:30 til 12:00, mánudaga til og með fimmtudaga. Alveg lokað á föstudögum. Fyrirspurnir er hægt að senda á [email protected] og við svörum við fyrsta tækifæri. Einnig er hægt að snúa sér til […]
29 umsóknir frá 15 fyrirtækjum í maí
Í fimmta mánuði ársins bárust Starfsafli 29 umsóknir frá 15 fyrirtækjum. Þá er ánægjulegt að segja frá því að þrjú ný fyrirtæki bættust í hóp þeirra fyrirtækja sem sækja í sjóðinn en við viljum svo sannarlega að þeim fjölgi. Í dag eru það innan við 10% fyrirtækja sem telja fleiri ei einn starfsmann, sem sækja […]
Securitas fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Securitas hf. Securitas var stofnað árið 1979 og telur í dag um 500 starfsmenn sem þjónusta yfir 20.000 viðskiptavini. Aðalstarfsstöð fyrirtækisins er í Reykjavík og útbú á Reykjanesi, Akureyri, Austurlandi, Selfossi og í Borgarnesi. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að Securitas sé leiðandi fyrirtæki sem vinnur […]
Hæfnigreining starfs vaktstjóra
Í morgun var fyrsti fundur stýrihóps vegna vinnu við hæfnigreiningu starfs vaktstjóra kaffihúsa- og skyndibitastaða. Verkefnið er að fullu fjármagnað af Starfsafli og Eflingu stéttafélagi en Mímir símenntun sér um framkvæmd. Stýrihópinn mynda fræðslustjóri Eflingar og framkvæmdastjóri Starfsafls auk stjórnenda mannauðs frá Dominos, Ikea, Olís og Te og kaffi. Þeirra hlutverk er meðal annars að […]
Húsasmiðjan fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Húsasmiðjuna hf. Húsasmiðjan var stofnuð árið 1956 af Snorra Halldórssyni byggingameistara. Fyrirtækið á því yfir yfir hálfrar aldar langa viðskiptasögu á Íslandi og er í dag eitt af stærstu fyrirtækjum landsins, segir á vefsíðu fyrirtækisins. Árið 2012 var rekstur Húsasmiðjunnar keyptur af danska fjölskyldufyrirtækinu Bygma […]
Hæfnigreining starfs dyravarða
Á fimmtudag í síðustu viku var fyrsti fundur stýrihóps vegna vinnu við hæfnigreiningu starfs dyravarða. Verkefnið er að fullu fjármagnað af Starfsafli og Eflingu stéttafélagi en Mímir símenntun sér um framkvæmd. Þá er ómetanlegt framlag þeirra sem taka þátt í vinnu stýrihóps en þar situr m.a. fulltrúir lögreglu og fulltrúar skemmtistaða auk þess sem starfandi […]