Í þessum næstsíðasta mánuði ársins bárust sjóðnum 48 umsóknir frá 19 fyrirtækjum. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var um 7.5 milljónir og á bak við þá tölu eru 1182 félagsmenn og tæplega 900 kennslustundir. 6 umsóknum var hafnað og ein umsókn er enn í vinnslu þar sem tilskilin gögn vantaði. Þá voru tvær umsóknir um rafrænt námsumhverfi […]
Er þinn vinnustaður að horfa til framtíðar?
Í nýútgefnu fréttablaði Eflingar er örstutt grein skrifuð af framkvæmdastjóra Starfsafl, Lísbetu Einarsdóttur. Í grein sinni fjallar hún um hraðar breytingar atvinnulífs og vinnuumhverfis og mikilvægi þess að þróa færni og getu þeirra sem eru á vinnumarkaði. Með fjórðu iðnbyltingunni, eins og þeim iðnbyltingum sem áður hafa komið, leggjast einhver störf af, störf breytast og […]
Dagar fá styrk vegna íslenskunámskeiða
Í lok nóvember veitti Starfsafl fyrirtækinu Dagar hf styrk vegna tveggja íslenskunámskeiða. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsfólk með annað tungumál en íslensku að hafa tækifæri til að læra íslensku og til fyrirmyndar þegar fyrirtæki bjóða sínu starfsfólki upp á íslenskunám. Þannig er hægt að styðja við aðlögun á íslenskum vinnumarkaði, hafa áhrif á vellíðan […]
Samstarf Starfsafls, VSFK og MSS
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis í samstarfi við Starfsafl og Miðstöð símenntunar á suðurnesjum hefur frá því í haust boðið upp á mjög metnaðarfulla fræðsludagskrá fyrir félagsmenn VSFK. Sú fræðsla er styrkt af Starfsafli fyrir félagsmenn VSFK að fullu eða öllu leyti. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert með þessu hætti […]
Rafrænt námsumhverfi styrkt hjá Dominos
Í nýliðnum mánuði veitti Starfsafl fyrirtækinu Pizza Pizza, sem rekur Dominos keðjuna, eina og hálfa milljón í styrk vegna áskriftar að rafrænu námsumhverfi. Fyrirtækið hefur verið með öfluga fræðslustefnu og sinnt nýliðafræðslu sérstaklega vel. Það er því eðlilegt framhald og í takt við nýja tíma að færa hluta fræðslunnar yfir á rafrænt form. Í umsókn […]
Þriðja og síðasta fréttaskot Starfsafls
Á vormánuðum sendi Starfsafl sitt fyrsta fréttaskot og í gær var þriðja og síðasta fréttaskot Starfsafls þetta árið sent út. Kannski ekki alveg jólalesturinn í ár en engu að síður gagnlegar fréttir fyrir þá sem eru í rekstri og sinna mannauðs- og fræðslumálum. Í fréttaskotinu var tæpt á því helsta, afgreiðslutíma umsókna fyrir jól, breytingum […]
Afgreiðsla umsókna fyrir áramót
Við viljum vekja athygli á því að umsóknir fyrirtækja þurfa að berast fyrir mánudaginn 9. desember ef þær eiga að fá afgreiðslu fyrir áramót. Ekki ert tryggt að umsókn sem berst eftir þann tíma verði afgreidd fyrr en á nýju ári. Við viljum minna á að fyrirtæki geta sótt um styrk og lagt fram reikning […]
Nýjar reglur – það er allt að gerast
Á fundir stjórnar Starfsafls þann 12. nóvember síðastliðinn voru teknar ákvarðanir um breytingar á reglum samanber eftirfarandi. Vegna 40.000,- hámarks: Stjórn Starfsafls hefur samþykkt að afnema 40.000,- kóna þak á hverja kennda klukkustund og nemur styrkur því ávallt 75% af reikningi. Enn sem fyrr greiða rekstraraðilar 25% og þurfa því að vera vakandi yfir verðlagningu […]
Verkfærakista ferðaþjónustunnar
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni og fagmennsku starfsfólks í ferðaþjónustu á Íslandi. Á vefsíðu verkefnisins má finna fjölda verkfæra sem auðveldað getur fyrirtækjum að koma fræðslumálum í stefnumiðaðan farveg. Fyrirtæki í öðrum greinum atvinnulífsins geta sannarlega nýtt sér efnið að einhverju leyti. […]
Menntun og færni við hæfi – skýrsla SA
Í upphafi vikunnar gaf SA út skýrslu sem ber yfirskriftina Menntun og færni við hæfi. Í skýrslunni segir meðal annars að gefa þurfi vinnustöðum sem námsstöðum meira vægi, gera það sýnilegt og viðurkennt til að stuðla að hugarfarsbreytingu meðal atvinnurekenda og starfsfólks. „Stjórnvöld og atvinnulífið verða að móta sameiginlegar áherslur á þessu sviði til að tryggja […]