Breytingar á reglum sjóðsins

Stjórn Starfsafls hefur samþykkt að gera eftirfarandi breytingar á reglum sjóðsins sem taka til styrkja til einstaklinga og fyrirtækja, þar sem það á við.

Breytingarnar taka gildi frá 1. janúar 2020 og taka til reikninga sem gefnir eru út eftir þann tíma.

Til viðbótar við almennt- og starfstengt nám er eftirfarandi styrkt; 

Áhugasviðsgreiningar sem teknar eru undir handleiðslu náms- og starfsráðgjafa / Nýtt.

Skólagjöld í framhaldsskóla, þar með talinn efniskostnaður sem telst til hluta skólagjalda en undanskilin eru öll gjöld sem teljast valfrjáls, s.s. skóla- og nemendafélagsgjöld.  Fram til þessa hafa aðeins skólagjöld verið styrkt en ekki annar kostnaður svo sem efniskostnaður. Hér ber að undirstrika að þetta á aðeins við þar sem efnisgjöldin eru hluti af skólagjöldum í framhaldsskóla.  

Prófa- og skírteinisgjöld sem órjúfanlegur hluti af námi /námslokum / Nýtt

Starfstengd markþjálfun sem nemur að hámarki 12 tímum innan almanaksárs. Á reikningi verður að koma fram að þjálfunin sé starfstengd, fjöldi tíma og staðfesting á ACC vottun markþjálfa / Nýtt