Starfsafl hlaut nýverið styrk frá mannaskiptaáætlun Leonardo menntaáætlunar ESB. Styrkurinn verður notaður til að senda 10 einstaklinga, Eflingarfélaga, frá 4 fyrirtækjum þ.e. Eflingu stéttarfélagi (sem sendir atvinnuleitendur), ISAVIA, Kjörís og Skeljungi, til vinnustaða á Norðurlöndunum í vikuþjálfun. Styrkurinn er að upphæð 2,6 m.kr. og er notaður til að kosta ferðir og uppihald starfsmanna eða atvinnuleitenda. […]