Samtök atvinnulífsins héldu Menntadag sl. mánudag. Samskip, samstarfsaðili Starfsafls um langt skeið, fékk viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins sem menntafyrirtæki ársins 2014 og Nordic Visitor fékk verðlaun sem menntasproti ársins. Bæði fyrirtækin halda úti stefnumiðuðu fræðslustarfi og hafa bæði fengið Fræðslustjóra að láni. Starfsafl var með kynningu á fundinum fyrir fundargesti. Aðalheiður í Kaffitári hélt erindi á […]
Category: Almennar fréttir
Starfsafl styrkir eigin fræðslu Kaffitárs 2014
Starfsafl undirritaði nýlega samstarfssamning við Kaffitár ehf. um styrki vegna eigin fræðslu fyrirtækisins. Um er að ræða námskeið af ýmsu tagi í því skyni að bæta þjónustu fyrirtækisins og vörugæði, sem starfsmenn fyrirtækisins og stjórnendur sjá um. Samningurinn nær til allra starfsmanna fyrirtækisins og er reiknað með vikulegum námskeiðum, 5-10 þátttakendur í senn, fram til […]
Starfsafl og KOMPÁS mannauður í samstarf
Starfsafl og KOMPÁS hafa undirritað samning til að festa enn betur í sessi það góða samstarf sem aðilarnir hafa átt á undanförnum árum. Það er sameiginlegur vilji samningsaðilanna að vera áfram í öflugu samstarfi, meðal annars í tengslum við verkefnið „Fræðslustjóri að láni“, sem Starfsafl og fleiri fræðslusjóðir hafa sinnt með góðum árangri á síðastliðnum árum. Það […]
Jarðlagnatækninám hefst í janúar
Næsta jarðlagnatækninámskeið hefst nú eftir áramót. Námið er ætlað öllum þeim sem starfa við jarðlagnir og jarðvinnu, hvort sem þeir starfa hjá veitufyrirtækjum, sveitarfélögum, símafyrirtækjum eða hjá verktökum. Orkuveita Reykjavíkur hefur nú um nokkurt skeið sett það sem skilyrði að verktakar, sem vinna við lagnakerfi OR, hafi starfsmenn sem lokið hafi jarðlagnatækninámi eða sambærilegu námi. […]
Starfsafl fær mannaskiptastyrk frá Leonardo
Starfsafl hlaut nýverið styrk frá mannaskiptaáætlun Leonardo menntaáætlunar ESB. Styrkurinn verður notaður til að senda 10 einstaklinga, Eflingarfélaga, frá 4 fyrirtækjum þ.e. Eflingu stéttarfélagi (sem sendir atvinnuleitendur), ISAVIA, Kjörís og Skeljungi, til vinnustaða á Norðurlöndunum í vikuþjálfun. Styrkurinn er að upphæð 2,6 m.kr. og er notaður til að kosta ferðir og uppihald starfsmanna eða atvinnuleitenda. […]
 
				 
	 
	 
	 
	