Fræðslustjóri að láni til Pústþjónustu BJB

Í gær var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Pústþjónustu BJB í Hafnarfirði.  Fræðslustjórinn er kostaður af Starfsafli enda langflestir starfsmenn félagsmenn í Eflingu stéttarfélagi. Pústþjónusta BJB er með alhliða púst-, hemla- og dekkjaþjónustu við ökutæki auk ýmissa smáviðgerða.  Hjá fyrirtækinu starfa um 18 manns. Þau Helena Jónsdóttir og Logi Ólafsson hjá Sigrir ráðgjöf munu sjá um ráðgjöfina á sviði fræðslumála.
Árangurinn er símenntunaráætlun sem er bæði tíma- og markmiðasett ásamt tillögum að fræðsluaðilum sem geta verið bæði innan og utan fyrirtækis.  Starfsafl og tekur svo að sér að styrkja fræðslu samkvæmt áætluninni enda er útkoman fræðsla sem er þörf á og skilar árangri, bæði fyrir fyrirtækið og starfsmenn.

Fræðslustjóri að láni er fyrirtækjum að kostnaðarlausu en fyrirtæki utan Samtaka atvinnulífsins greiða hluta kostnaðar.

BJB_undirskr_1050x656

 

Frá undirritun samninga um Fræðslustjóra að láni til Pústþjónustu BJB, Piero Segatta, framkvæmdastjóri BJB og Helena Jónsdóttir, ráðgjafi Sigrir.