Fræðslustjóri að láni til Icelandair Hótela

Í dag var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Icelandair Hótel (IH).  Fræðslustjórinn er kostaður af fjórum fræðslusjóðum/-setrum þ.e. Starfsafli, Landsmennt, Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks (SVS) og IÐUNNI fræðslusetri. Verkefnið nær til 5 hótela IH víðsvegar um landið.  Flestir starfsmenn eru hjá Starfsafli eða um 170 starfsmenn af tæplega 500 starfsmönnum alls. Icelandair hótelin er landsþekkt fyrir framúrskarandi gæði í mat, gistingu og annarri afþreyingu og fræðslustarf innan fyrirtækisins á sér langa og glæsta sögu. En alltaf má gera betur og koma fræðslunni í fastari farveg.

Þau Rakel Hallgrímsdóttir og Ólafur Jónsson hjá IÐUNNI fræðslusetri, bæði lærð í Markviss hugmyndafræðinni, munu sjá um ráðgjöfina.

Árangurinn er símenntunaráætlun sem er bæði tíma- og markmiðasett ásamt tillögum að fræðsluaðilum sem geta verið bæði innan og utan fyrirtækis.  Starfsafl og aðrir sjóðir taka svo að sér að styrkja fræðslu samkvæmt áætluninni enda er útkoman fræðsla sem er þörf á og skilar árangri, bæði fyrir fyrirtækið og starfsmenn.

Fræðslustjóri að láni er fyrirtækjum að kostnaðarlausu en fyrirtæki utan Samtaka atvinnulífsins greiða hluta kostnaðar.

IMG_1675

Frá undirritun samninga um Fræðslustjóra að láni til Icelandair Hótela, Rakel Hallgrímsdóttir, fræðslustjóri, Sveinn Aðalsteinsson, Starfsafli, Hildur Elín Vignir, IÐUNNI, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri IH, Eyjólfur Bragason, Landsmennt og Sólveig Snæbjörnsdóttir, SVS.