Kynning á fræðslusjóðum hjá SA

Starfsafl og fleiri starfsmenntasjóðir kynntu nýlega starfsemi sína á hádegisfundi hjá Samtökum atvinnulífsins. Fjöldi fulltrúa fyrirtækja, alls um 90 manns, mættu á fundinn og voru áhugasamir um þjónustu sjóðanna. Ennfremur sögðu fulltrúar Flugfélags Íslands og Eimskip frá góðri reynslu sinni af þjónustu sjóðanna m.a. vegna verkefnisins fræðslustjóri að láni.

Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks (SVS) kynntu þjónustu sjóðanna við fyrirtæki. Fundarmenn spurðu margs og fulltrúar sjóðanna leystu úr spurningum eftir bestu getu. Ennfremur var farið vel yfir sameiginlegt umsóknareyðublað sjóðanna fyrir fyrirtæki.

Fundurinn heppnaðist mjög vel og þess má geta að von er á fleiri fundum af þessu tagi í vetur á vegum menntanefndar Samtaka atvinnulífsins.

 

Hadegisfundur um frædslumal 16.9.14 034 1017

Frá kynningu sjóðanna, Kristín Njálsdóttir frá Landsmennt og Sveinn Aðalsteinsson frá Starfsafli.

 

Hadegisfundur um frædslumal 16.9.14 026 1008px 2
Fjölmenni var á fundinum, alls um 90 manns.