Fræðslustjóri að láni til ÍAV

Í gær var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Íslenska aðalverktaka (ÍAV) með aðstoð fræðslusjóðanna Starfsafls, Landsmenntar, SVS (Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks), Rafiðnaðarskólans og IÐUNNAR. ÍAV er eitt öflugasta fyrirtækið í íslenska verktakageiranum með um 200 starfsmenn hérlendis. Fyrirtækið vinnur að ýmsum gæðavottunum og fræðslustjórinn mun m.a. gera tillögur að þjálfun sem falla inn í það ferli.

Þær Árný Elíasdóttir og Áslaug Björt Guðmundardóttir frá Attentus – mannauði og ráðgjöf ehf. munu annast ráðgjöfina fyrir sjóðina.

Árangurinn er símenntunaráætlun sem er bæði tíma- og markmiðasett ásamt tillögum að fræðsluaðilum sem geta verið bæði innan og utan fyrirtækis. Starfsafl og aðrir sjóðir sem að verkefninu standa taka svo að sér að styrkja fræðslu samkvæmt áætluninni enda er útkoman fræðsla sem er þörf á og skilar árangri, bæði fyrir fyrirtækið og starfsmenn.

Það er sérstakt ánægjuefni að sjá svo marga sjóði koma að þessu verkefni. IÐAN kemur með öflugan stuðning við verkefnið enda flestir starfsmenn félagsmenn í IÐUNNI.

Fræðslustjóri að láni er fyrirtækjum að kostnaðarlausu en fyrirtæki utan Samtaka atvinnulífsins greiða hluta kostnaðar.

IAVundirskrFAL_1005

 

Frá undirritun samninga um Fræðslustjóra að láni til ÍAV, f.v. Sólveig Snæbjörnsdóttir (SVS), Áslaug Björt Guðmundsdóttir (Attentus), Árný Elíasdóttir (Attentus), Valdís Steingrímsdóttir (Starfsafl), Dagmar Viðarsdóttir (ÍAV), Ólafur Ástgeirsson (IÐAN) og Eyjólfur Guðmundsson (Landsmennt). Á myndina vantar fulltrúa Rafiðnaðarskólans, Stefán Sveinsson.