Menntadagur atvinnulífsins 19. feb.

Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en að þessu sinni verður fjallað um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun.

Dagskra menntadags atvinnulifsins 2015 hefur nú verið birt og er skráning í fullum gangi á vef SA. Það er vissara að tryggja sér sæti sem fyrst en hátt í 400 manns sóttu menntadaginn 2014. Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SAF, SFF, SFS, Samorku, SI, SVÞ og SA. Í upphafi dagsins kl. 12.30 munu samtökin efna til málstofa þar sem samtökin kynna áherslur sínar í menntamálum og svara fyrirspurnum en kl. 14 hefst sameiginleg dagskrá sem stendur til kl. 16.30.

Gestur menntadagsins að þessu sinni er Henning Gade, forstöðumaður hjá DA, samtökum atvinnulífsins í Danmörku, en hann mun ræða um breytingar á starfsnámi í Danmörku sem taka gildi í haust og hvað Íslendingar geti af því lært.

Fulltrúar fyrirtækja munu ræða um stöðu mála og hvað megi gera betur og þá mun Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálamálaráðherra ræða um viðhorf fyrirtækja til starfsmenntunar ásamt því að afhenda menntaverðlaun atvinnulífsins 2015.

Skráning hér

Dagskra menntadags atvinnulifsins 2015

menntadagur_sa_3_mar_370