Í morgun héldu NordGreen verkefnið, sem Starfsafl stýrir, og Vistbyggðaráð sameiginlegan kynningarfund um verkefnið og vistvænar áherslur í hönnun mannvirkja, úti sem inni. NordGreen verkefnið er styrkt af Leonardo áætlun Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni Norðurlandanna fimm. Verkefnið miðar að því að semja hæfniviðmið inn í evrópska viðmiðarammann (EQF), námskrá og kennslubók í skrúðgarðyrkju sem ætluð […]
Category: Almennar fréttir
Ný vefsíða um fræðslustjóraverkefnið
Nýrri vefsíðu um fræðslustjóraverkefnið var hleypt af stokkunum í tengslum við Menntadag Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku. Að síðunni standa fræðslusjóðir/-setur sem hafa myndað með sér samstarf um verkefnið Fræðslustjóri að láni, þ.e. Starfsafl, Landsmennt, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, IÐAN fræðslusetur og Rafiðnaðarskólinn. Síðunni er ætlað kynna verkefnið í stuttu máli og vísa áhugasömum fyrirtækjum […]
Íshestar fá fræðslustjóra að láni
Íshestar hafa skrifað undir samning um að fá Fræðslustjóra að láni. Hjá fyrirtækinu starfa 17 starfsmenn og tilheyra þeir flestir Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks (SVS), en nokkrir tilheyra Starfsafli sem kemur einnig að verkefninu. Mímir símenntun sér um ráðgjöfina í verkefninu, en það er Inga Jóna Þórisdóttir, verkefnastjóri með sérhæfingu í starfsþróun fyrritækja, sem er […]
Marel er menntafyrirtæki ársins
Menntafyrirtæki ársins 2015 er Marel, eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins. Marel er í fararbroddi þegar kemur að menntun og starfsþróun starfsmanna. Lögð er áhersla á markvissa þjálfun og símenntun fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins. Marel tekur þátt í víðtæku samstarfi við menntastofnanir bæði hérlendis og erlendis og stuðlað er að nýsköpun í menntun starfsmanna. Dæmi um […]
Styrkir til eigin fræðslu Securitas
Securitas hf er landsþekkt fyrirtæki á sviði öryggismála og gæslu. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum aukið áherslur sínar á þjálfun og menntun starfsmanna sinna en innan fyrirtækisins vinna um 200 manns á ýmsum starfsstöðum. Mikil og öflug innanhúsfræðsla er rekin af hálfu fyrirtækisins fyrir starfsmenn. Í morgun var skrifað undir samning um styrki til eigin […]
N1 semur um styrki til eigin fræðslu
Starfsafl og N1 undirrituðu samning í dag um styrki sjóðsins til eigin fræðslu fyrirtækisins. N1 heldur úti fjölbreyttu fræðslustarfi, bæði með aðkeyptum námskeiðum og eigin leiðbeinendum. Í mörgum tilvikum er besta þekkingin innanhúss hjá fyrirtækjum og styrkir Starfsafls til eigin fræðslu er vel metinn stuðningur við það starf. Björg Ársælsdóttir er nýráðinn fræðslustjóri N1 og […]
Nýr vefur um nám og störf
Nýlega opnaði Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vef um nám og störf á íslenskum vinnumarkaði, naestaskref.is Næsta skref auðveldar notendum að finna upplýsingar um: Störf á íslenskum vinnumarkaði Námsleiðir í boði Raunfærnimat og leiðir í raunfærnimati Náms- og starfsráðgjöf sem notandi getur nýtt sér til að átta þig betur á upplýsingunum og skipuleggja næstu skref. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og […]
Menntadagur atvinnulífsins 19. feb.
Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en að þessu sinni verður fjallað um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Dagskra menntadags atvinnulifsins 2015 hefur nú verið birt og er skráning í fullum gangi á […]
Glófi ehf með eigin fræðslu
Starfsafl og Glófi undirrituðu í dag samning um styrk sjóðsins til eigin fræðslu fyrirtækisins. Fyrirtækið mun halda námskeið á næstunni fyrir almenna starfsmenn fyrirtækisins þar sem nýttir verða leiðbeinendur sem jafnframt eru starfsmenn Glófa. Sjá nánar um styrki Starfsafls til eigin fræðslu fyrirtækja. Glófi ehf. var stofnað á Akureyri árið 1982 og hefur verið leiðandi […]
Fræðslustjóri að láni til Icelandair Hótela
Í dag var undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Icelandair Hótel (IH). Fræðslustjórinn er kostaður af fjórum fræðslusjóðum/-setrum þ.e. Starfsafli, Landsmennt, Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks (SVS) og IÐUNNI fræðslusetri. Verkefnið nær til 5 hótela IH víðsvegar um landið. Flestir starfsmenn eru hjá Starfsafli eða um 170 starfsmenn af tæplega 500 starfsmönnum alls. Icelandair hótelin er landsþekkt fyrir framúrskarandi gæði […]