Eigin fræðsla Garðlistar ehf. styrkt

Garðlist ehf. hefur undirritað samning við Starfsafl um eigin fræðslu. Námskeiðin eru fyrir sumarstarfsmenn sem koma til með að vinna við slátt og hreinsun í sumar hjá fyrirtækinu. Garðlist er fyrirtæki sem býður upp á alhliða garðyrkjuþjónustu. Á sumrin starfa um 65 manns hjá fyrirtækinu en á veturnar eru u.þ.b. 20 fastráðnir starfsmenn. Garðlist hefur þá stefnu að ráða til sín samviskusamt starfsfólk sem er tilbúið að gera hlutina eins vel og hægt er.Að slá garð