N1 bætir í eigin fræðslu fyrirtækisins

Starfsafl og N1 undirrituðu samning í gær um viðbótarstyrki sjóðsins til eigin fræðslu fyrirtækisins. Um er að ræða fyrirhuguð viðbótarnámskeið við áður samþykkta fræðsluáætlun um eigin fræðslu fyrirtækisins. N1 heldur úti fjölbreyttu fræðslustarfi, bæði með aðkeyptum námskeiðum og eigin leiðbeinendum. Í mörgum tilvikum er besta þekkingin innanhúss hjá fyrirtækjum og styrkir Starfsafls til eigin fræðslu er vel metinn stuðningur við það starf.

Starfsafl og N1 hafa átt langt og gott samstarf og var N1 eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að fá Fræðslustjóra að láni frá sjóðnum árið 2009 þegar það verkefni var að hefjast í þeirri mynd sem við þekkjum það núna.

Nánari upplýsingar um styrki Starfsafls til eigin fræðslu fyrirtækja eru hér og um Fræðslustjóra að láni hér.

20151012_105132_588px

Frá undirritun samnings við N1 í gær, Björg Ársælsdóttir, t.v., fræðslustjóri N1 og Valdís A. Steingrímsdóttir, verkefnissstjóri Starfsafls.