Bílabúð Benna fær fræðslustjóra að láni

Nýverið undirrituðu fulltrúar þriggja fræðslusjóða samning við Bílabúð Benna um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Sjóðirnir eru Starfsafl, Starfsmenntasjóður verslunarinnar og IÐAN fræðslusetur. Ragnar Matthíasson frá RM ráðgjöf er fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins.

Bílabúð Benna fagnar 40 ára afmæli í ár og er löngu landsþekkt fyrir bílainnflutning, vara- og aukahlutasölu og nýverið festi fyrirtækið kaup á fyrirtækinu Nesdekk sem býður alhliða dekkjaþjónustu. Fyrirtækið hefur því vaxið ört á undanförnum árum og vill nú færa fræðslu starfsmanna í markvissan búning.  Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 100, þar af eru félagsmenn með aðild að Starfsafli um 30.

Þetta er í fyrsta sinn sem Starfsmenntasjóður verslunarinnar tekur þátt í fræðslustjóraverkefni og við bjóðum sjóðinn sérstaklega velkominn til leiks!  Sjóðurinn er í eigu Félags atvinnurekenda og VR/LÍV.

BilabudBenna959

Frá undirskrift samnings, f.v. Sveinn Aðalsteinsson (Starfsafl), Hildur Elín Vignir (IÐAN), Jón Ómar Erlingsson (Bílabúð Benna) og Ragnar Matthíasson, fræðslustjóri að láni. Á myndina vantar Bjarndísi Lárusdóttur frá Starfsmenntasjóði verslunarinnar.