Mannauðurinn er málið, heyrist oft sagt þegar rætt er um fyrirtækjarekstur og það er sannarlega hárrétt. En mannauðurinn er kvikur og gerir kröfur um þjálfun svo ekki myndist hæfnibil, bil sem kemur í veg fyrir að allir hlutaðeigandi nái markmiðum sínum. En hvað er hæfnibil og hvernig er hægt að brúa það ? Hæfnibil er […]
Category: Almennar fréttir
Ein milljón króna í styrk vegna endurmenntunar
Í liðinni viku var greiddur rúmlega einnar milljón króna styrkur til BM Vallá vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra og hafa þá verið greiddar tæpar 5 milljónir króna til fyrirtækja vegna fræðslu atvinnubílstjóra þetta árið, þar með talið endurmenntunar. Um lögboðna fræðslu er að ræða og þurfa atvinnubílstjórar að sækja sér hana ef þeir ætla að halda réttindum sínum. […]
Styrkir til fyrirtækja vegna einstaklingsnáms
Öll fyrirtæki sem greiða af starfsfólki til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki til námskeiðahalds til Starfsafls, samkvæmt reglum þar um. Þá geta fyrirtæki einnig fengið styrki vegna náms einstaklinga, svo sem vegna aukinna ökuréttinda. Greitt er að hámarki kr. 300.000,- til fyrirtækja vegna einstaklingsnáms starfsmanna (þó aldrei meir en 75% af […]
Allt að ársgamlir reikningar eru gildir
Við viljum minna á að fyrirtæki geta sótt um styrk og lagt fram reikning sem er allt að ársgamall. Skilyrði er að sá starfsmaður sem sótt er um styrk vegna hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu þegar námskeið fór fram, nafn hans og kennitala komi fram á reikningi þar sem fyrirtækið er tilgreindur greiðandi og iðgjöld […]
Tækifæri til að gera meira og betur
Í nýjasta félagsblaði Eflingar er að finna viðtal við framkvæmdastjóra Starfsafls, Lísbetu Einarsdóttur. Fyrir áhugasama má nálgast blaðið á vef Eflingar en viðtalið er birt hér í heild sinni. „Það má sannarlega segja að Starfsafl komi vel undan vetri. Þeim markmiðum sem sett voru síðast liðið haust hefur verið náð og framundan eru aðeins tækifæri […]
Á þitt fyrirtæki rétt hjá Starfsafli
Fyrirtæki sem greiða af starfsfólki til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki vegna námskeiðahalds til Starfsafls. Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 75% af kostnaði fyrir sína félagsmenn og geta fyrirtæki sótt um allt að þrjár milljónir króna á ári. Sjá reglur um styrki til fyrirtækja hér. Við viljum minna á […]
Fáar umsóknir í júlímánuð
Júlímánuður er alla jafna frekar rólegur hér hjá Starfsafli hvað umsóknir varðar og í ár var hann einstaklega rólegur. Ein og ein umsókn og stöku fyrirspurn barst sjóðnum á þessum sólríka sumarmánuði. Ef litið er nánar á fjölda umsókna þá bárust 9 umsóknir frá 8 fyrirtækjum. Ein umsókn var vegna Fræðslustjóra að láni en ekki […]
Breytt reikniregla vegna eigin fræðslu
Í reglum Starfsafls um eigin fræðslu hefur ávallt verið gerð krafa um að lágmarki fimm þátttakendur sem greitt er af til þeirra fyrirtækja sem rétt eiga hjá Starfsafli, svo námskeið sé styrkhæft.* Þeim lágmarksfjölda hefur oft ekki verið náð og Starsfafl því þurft að hafna umsókn þar sem færri en fimm af heildarfjölda þátttakenda hafa […]
Afgreiddar styrkumsóknir í júní
Vegna sumarleyfa starfsfólks hefur verið smávegis töf á afgreiðslu umsókna. Nú er hinsvegar búið að afgreiða allar þær umsóknir sem bárust í júnímánuði en alls bárust 23 umsóknir frá 14 fyrirtækjum. Styrkur samtals þennan mánuðinn var tæpar 4 milljónir og er sú fjárhæð á pari við júnímánuð síðasta árs en umsóknir þá voru hinsvegar töluvert […]
Takmörkuð afgreiðsla vegna sumarleyfa
Vegna sumarleyfa starfsfólks verður skrifstofa Starfsafls opin sem hér segir: Mánudaga 8:30 – 16:00 Þriðjudaga til fimmtudaga 8:30 – 12:00 Föstudaga lokað. Þá verður afgreiðsla umsókna um styrki til fyrirtækja takmörkuð. Athugið að hægt er að senda inn allar umsóknir á www.attin.is. Umsóknir sem berast eftir 20. júní verða afgreiddar 15. júlí. Fyrirspurnir er hægt að senda á […]