Ný regla um rafrænt námsumhverfi

Rafræn fræðsla, eða fræðsla sem fram fer í rafrænu námsumhverfi, er víða orðin hluti af vinnustaðamenningu fyrirtækja.  Kostirnir eru margir og þá einna helst þeir að fræðsla sem fram ferð með þessum hætti minnkar flækjustig og kostnað sem felst í því að koma öllum saman, á sama staðinn á sama tíma. Hagræðið er augljóst og ávinningurinn mikill, ef vel tekst til.

Síðastliðið ár hefur stjórn Starfsafls samþykkt styrki  til fyrirtækja sem hafa keypt áskriftir að rafrænu námsumhverfi, en slíkt umhverfi er mikilvægt fyrir fyrirtæki kjósi þau að bjóða upp á rafræna fræðslu. Nú hefur stjórn samþykkt reglu sem byggð er á reynslu síðast liðins árs og tekur til rafrænnar fræðslu. Þá vill stjórn leggja á það áherslu að ávallt sé gefið svigrúm til fræðslu af þessu tagi innan vinnutímans. 

Reglan er svohljóðandi:

Styrkt er áskrift að rafrænu námsumhverfi um 75% af reikningi en þó aldrei meira en kr. 6000,- fyrir hvern félagsmann á ári.

Skilyrt er að gerður sé og greiddur áskriftarsamningur fyrir a.m.k. 6 mánuði.

Með umsókn þarf að fylgja:

  • lýsing á því hvaða fræðslu verður boðið upp á með þessum hætti
  • hvernig fyrirtækið hyggst koma fræðslunni á framfæri til starfsmanna
  • reikningur og kvittun fyrir greiðslu
  • nöfn allra starfsmanna, kennitölur og stéttafélagsaðild

Dæmi

Reikningur fyrir rafrænu námsumhverfi til 12 mánaða er kr. 816.403,-  fyrir 250 starfsmenn. 

75% af reikningsupphæð gerir  kr. 612. 302,-

Af þeim 250 starfsmönnum sem samningurinn nær til eru 180 í aðildarfélögum Starfsafls og tekur veittur styrkur eingöngu til þeirra og er því kr. 440.857,-

 

Reglur Starfsafls má lesa hér

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Starsfafls.