Handbók um fræðslu og þjálfun á rafrænu formi

Á vef Starfsafls er nú hægt að nálgast handbókina Árangursrík fræðsla og þjálfun – Handbók fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en hún hefur hingað til aðeins verið aðgengileg í prentaðri útgáfu.  

Höfundar eru Starfsafl fræðslusjóður, Attentus – mannauður og ráðgjöf ehf, BEST og Fondo Formacion Euskadi.

Handbókinni er ætlað að nýtast þeim sem skipuleggja fræðslu, hvort sem er í einkafyrirtækjum eða opinberum stofnunum.

Í henni er að finna upplýsingar og ítarefni um fræðilega og hagnýta nálgun að stefnumiðaðri (e. strategic) þjálfun og starfsþróun. Gerð er grein fyrir þeim áskorunum sem fyrirtæki standa frammi fyrir í dag, við að bæta skilvirkni fyrirtækja og auka samkeppnisforskot með því að fjárfesta í mannauði. Handbókin inniheldur útskýringar, dæmi, verkfæri og sniðmát svo hún megi gagnast sem hagnýtt tæki við greiningu, skipulag og mat þjálfunar og fræðslu.

Það er von höfunda að bókin megi nýtast sem hagnýtur leiðarvísir, byggður á þeim mannauðsfræðum sem í henni er vísað til sem og víðtækri reynslu höfunda. 

Handbókin er bæði á íslensku og ensku

Sjá nánar hér