Málþing ASÍ um menntamál

Þann 25. september heldur menntanefnd ASÍ málþing á Hótel Natura um fjórðu iðnbyltinguna og hvað við þurfum að gera til að undirbúa okkur.

Í auglýsingu segir:

Fjórða iðnbyltingin er hafin – hún hófst fyrir nokkrum árum og hefur óhjákvæmilegar samfélagslegar breytingar í för með sér. Hún hefur áhrif á okkar daglega líf og birtist okkur á ýmsan hátt með aukinni sjálfvirkni og tækninýjungum. En hún hefur ekki síður áhrif í störfum okkar. Til að koma á móts við þær öru breytingar sem verða, þarf að gera öllum kleift að sinna ólíkum störfum.

Dagskrá:
09:00- 09:15 Setning Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður menntanefndar.

09:10– 09:15 Kynning/kennsla á Slido – fundarstjóri fer yfir forritið – spurt verður einnar spurningar: Hvað á verkalýðshreyfingin að gera til að undirbúa einstaklinga undir 4. iðnbyltinguna?

09:15– 09:45 Byltingar og breytingar í námi og kennslu Tryggvi Thayer, Ph.D, framtíðafræðingur og kennsluþróunarstjóri Menntavísindasviðs HÍ.

09:45– 10:15 Hvernig lítur framtíðin út? Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir, forstöðumaður hjá Veitum.

10:15– 10:30 KAFFI

10:30– 11:00 Hvað getum við gert? Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ

11:00– 11:55 Pallborð – stjórnandi Snorri Már Skúlason
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður menntanefndar ASÍ
Sveinn Aðalsteinsson, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Guðjónína Sæmundsdóttir, Kvasir
Lísbet Einarsdóttir, Starfsafl
Helga Ingólfsdóttir Framtíðarnefnd VR

Spurt verður:
Hvað þurfum við að gera til að takast á við þessar breytingar?

11:55 – 12:00 Samantekt – fundarstjóri