Fagnámskeið fyrir eldhús og mötuneyti

Skráning er hafin á Fagnámskeið I og II fyrir eldhús og mötuneyti.

Námskeiðin eru félagsmönnum  er starfa í eldhúsum og mötuneytum að kostnaðarlausu þar sem Starfafl styrkir að fullu.  

Fagnámskeið I: 24. september til 26. nóvember 2019

Kennsla: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15:45–18:50.

Fagnámskeið II: 21. janúar til 17. mars 2020

Kennsla: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15:45–18:50.

Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi.

Skráning á námskeiðin er hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á fraedslusjodur@efling.is

Íslenskustuðningur í námi – Gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem vilja taki stöðupróf í upphafi til að kanna þekkingu þeirra á íslensku. Boðið er upp á íslenskukennslu með orðaforða þess efnis sem er verið að fara í þá vikuna.

Matsveinanám er 2 annir í skóla. Fagnámskeiðin eru metin sem hluti af matsveinanámi. Einnig er möguleiki á raunfærnimati sem er valkostur fyrir starfsmenn 23 ára eða eldri og með 3 ára starfsreynslu. Staðfestingu á færni getur einstaklingur notað til styttingar á námi.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eflingar. 

Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins; Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.