247 félagsmenn á bak við tölur ágústmánaðar

Í ágúst bárust sjóðnum 27 umsóknir frá 10 fyrirtækjum. 

Það er alltaf ánægjulegt að sjá ný fyrirtæki sækja um hjá sjóðnum og undanfarið hafa fjölmörg ný fyrirtæki bæst í hóp þeirra sem þekkja til og nýta rétt sinn. Það munar um minna.

Heildarstyrkupphæð mánaðarins var um 2.8 milljónir og hafa  allir styrkir verið greiddir út. Á myndinni hér til hliðar má sjá hvaða námskeið voru styrkt þennan mánuðinn.

Á bak við þessa krónutölu eru 247 félagsmenn og 1225 námskeiðsstundir.

Heildarfjárhæð styrkja til einstaklinga var rétt undir 16 milljónum króna.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.