Síðustu árin hefur það verið nokkuð þekkt að starfsfólk getur sótt um endurgreiðslustyrki fyrir ýmiss námskeið til stéttafélaga sinna segir framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, í viðtali við Rakel Sveinsdóttur, í atvinnulífi á vísi.is þann 18. júní sl. Lísbet Einarsdóttir segir jafnframt að það sama sé upp á teningnum fyrir fyrirtæki en því miður sé það […]
Category: Almennar fréttir
10 milljónir í sértæka styrki það sem af er ári
Eitt af hlutverkum Starfsafls er að taka þátt í verkefnum sem snúa að starfsmenntun, svo sem gerð námsefnis, náms og námskeiða, sem sannarlega er þörf á og geta gagnast félagsmönnum. Oft á Starfsafl frumkvæðið að slíkum verkefnum en veitir einnig styrki til slíkra verkefna sem þá falla undir reglu sem tekur til sértækra styrkja sem […]
Starfsafl styrkir námskeið um atvinnuleit
Eitt brýnasta verkefni verkalýðsfélaga á tímum sem þessum, þar sem atvinnulífið er nánast lamað og stór hluti félagsmanna án atvinnu, er að mæta óskum félagsmanna um stuðning í atvinnuleit. Með hliðsjón af því hefur Mímir símenntun, að beiðni og í samvinnu við Eflingu stéttafélag, skipulagt fjögur styttri námskeið fyrir félagsmenn um atvinnuleit undir yfirskriftinni Aftur […]
Starfsafl styrkir þýðingu á lagmetishandbók
Stjórn Starfsafls hefur samþykkt að veita styrk til þýðingar á lagmetishandbók sem ætlað er að auka aðgengi erlendra starfsmanna í lagmetisiðnaði að fræðsluefni sem styrkt getur stöðu þeirra og jafnframt aukið öryggi íslenskrar framleiðsluvara og þannig styrkt stöðu íslenskra framleiðslufyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni. Verkefnið mun einnig styrkja þekkingu erlendra starfsmanna sem sýsla með lagmetisvöru, t.d. […]
Aukning í fjölda styrkja í maí
Fimmti mánuður ársins telur 31 dag og hófst að venju á degi verkalýðsins en var óvenjulegur fyrir margra hluta sakir. Ber þar hæst samkomubannið með tilheyrandi áhrifum á atvinnulífið. Sé litið til umsókna þá bárust sjóðnum alls 30 umsóknir frá 16 fyrirtækjum. Í þeim hópi mátti sjá fyrirtæki sem aldrei hafa nýtt sér sjóðinn […]
Nýtt sniðmát fyrir fræðsluáætlun
Ef allt væri eðlilegt í samfélaginu færi nú í hönd sá tími þar sem stjórnendur væru að horfa til haustsins og skipuleggja þann hluta rekstursins sem tekur til mannauðs- og fræðslumála. Einhverjir eru þar, einhverjir ekki og einhverjir eru vonandi að draga upp plan B. Fyrir þá stjórnendur sem ekki hafa bakgrunn eða reynslu af […]
Reikningur og staðfesting á greiðslu
Þar sem Starfsafl hefur þá vinnureglu að greiða út styrki innan 5 virkra daga og helst fyrr ef mögulegt, þá er mikilvægt að öll gögn fylgi með umsóknum. Frá 15. mars var endurgreiðsluhlutfallið hækkað tímabundið í 90% og samhliða sett sem skilyrði að með umsókn þurfi auk reiknings að fylgja staðfesting á greiðslu reiknings. Við […]
Ertu ekki alveg viss um hvaða sjóð skal velja
Starfsmenntasjóðir á almennum vinnumarkaði reka saman Áttina þar sem fyrirtæki geta með einni umsókn sótt um styrkií viðeigandi starfsmenntasjóði/- setur. Þar sem stéttafélögin á bak við hvern sjóð eru oft ótalmörg og ekki einleikið að finna út hver tilheyrir hverjum, þá er yfirlitsskjal á vefsíðu Áttarinnar sem sýnir vel hvernig landið liggur. Skjalið má nálgast […]
Stafræn námsefnisgerð styrkt
Stjórn Starfsafls hefur dregið upp nýja reglu til að koma til móts við fyrirtæki sem útbúa eigið stafrænt námsefni og er svohljóðandi: Þau fyrirtæki sem útbúa eigið stafrænt námsefni fyrir stafrænt námsumhverfi geta sótt sérstaklega um styrk til sjóðsins en veittur er allt að kr. 200.000 styrkur vegna eigin námsefnisgerðar. Hámarksfjöldi styrkja eru fjórir á […]
Aprílmánuður í hnotskurn
Í upphafi aprílmánaðar samþykkti stjórn Starfsafls allt að 90% endurgreiðslu af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða / náms í stað 75% endurgreiðslu, til að mæta því ástandi sem var og er í samfélaginu. Sú endurgreiðsla var skilyrt og miðaði við námskeið sem fram fara á tímabilinu 15. mars til 15. júní. Það hafði tilætluð áhrif og […]