Hlíf Böðvarsdóttir nýr formaður stjórnar

Á nýliðnum fundi stjórnar Starfsafls voru formannsskipti í stjórn. Samkvæmt reglum sjóðsins eru formannsskipti á tveggja ára fresti og er hefðin sú að aðilar vinnumarkaðarins skipta með sér formennsku.  Að þessu sinni tók Hlíf Böðvarsdóttir, gæða og öryggisstjóri Securitas við stjórnartaumunum af Kolbeini Gunnarssyni.  Hlíf gegndi áður formennsku árin 2016 – 2018 og býr yfir viðamikilli reynslu og þekkingu á fræðslu- og mannauðsmálum, kennslu og stjórnun.

Stjórn Starfsafls er því sem hér segir;

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins 2020 – 2021

Hlíf Böðvarsdóttir, formaður

Snorri Jónsson

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir

Fulltrúar Eflingar stéttarfélags, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði 2020-2021

Kolbeinn Gunnarsson

Jóhann R. Kristjánsson

Fríða Rós Valdimarsdóttir