Ertu námsmaður á milli anna eða án vinnu?
Stjórn Starfsafls hefur samþykkt ákveðna undanþágu vegna þeirra sem eru í námi og hafa verið án atvinnu í sumar sem og þeirra sem hafa misst starfið sitt á undanförnum mánuðum. Almenna reglan er sú að greiða þarf fyrir nám eða námskeið á meðan viðkomandi er í starfi og sækja um styrk vegna þess innan þriggja mánaða.
Til að mæta núverandi ástandi er heimilt greiða fyrir nám eða námskeið á þessu þriggja mánaða tímabili (í því felst að viðkomandi þarf ekki að vera starfandi þegar greitt er fyrir námskeiðið). Nemar sem eiga rétt samvkæmt reglum en hafa verið án atvinnu í sumar og ekki fengið atvinnuleysisbætur á grundvelli þess að vera nemar á milli anna geta því sótt um styrk til sjóðsins sem og þeir sem eru án atvinnu og vilja bæta við sig þekkingu svo lengi sem greitt er fyrir námið áður en þrír mánuðir eru liðnir frá starfslokum (uppsögn).
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Þá var samþykkt framlenging á 90% endurgreiðslu en í apríl síðastliðnum samþykkti stjórn Starfsafls allt að 90% endurgreiðslu af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða / náms í stað 75% endurgreiðslu, til að mæta núverandi ástandi í samfélaginu. Miðað var við tímabilið 15.mars til 15. júní 2020 sem síðan var framlengt til 30. september 2020 og hefur nú verið framlengt til áramóta.
Hækkun styrkfjárhæðar á við um styrki til einstaklinga og tekur til náms sem keypt er og reikninga sem gefnir eru út á tímabilinu 15. mars til 31. desember 2020 og uppfylla eftirfarandi skilyrði, sjá hér
Myndin með fréttinni er fengin hér