Fræðsluefni vegna Covid 19

Móttaka ferðamanna, íslenskra sem erlendra, þarf að taka mið af þeim aðstæðum sem nú eru vegna Covid 19, svo sem hvað skuli gera ef grunur vaknar um veikindi viðskiptavina og hvernig forðast skuli smit. Með því að fræða og þjálfa starfsfólk verður það betur undir það búið að taka á móti viðskiptavinum og veita góða þjónustu.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur í samstarfi við Starfsafl, Starfsmenntasjóð verslunar og skrifstofufólk og Landsmennt gefið út góð ráð og leiðbeiningar til starfsfólks í ferðaþjónustu. Efnið er sett fram í bæklingum og myndböndum og er unnið í samvinnu við Embætti landlæknis, SAF og Ferðamálastofu.

Efnið er einnig aðgengilegt á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, sjá nánar hér.

Myndin er fengin hér