Á Menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var í gær kynntu SA og aðildarsamtök nýja greiningu Gallups á eftirspurn eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar svo vinnuaflsskortur, hvort sem um er að ræða hæfni og færni eða fjölda vinnandi handa, verði ekki til þess að vöxtur í atvinnu- og […]
Category: Almennar fréttir
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2023
Í gær var haldinn hátíðlegur Menntadagur atvinnulífins í 10 sinn og við það tækifæri veitt Menntaverðlaun atvinnulífsins fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Í ár var það Bláa Lónið sem valið var menntafyrirtæki ársins en mikill metnaður er lagður í menntun, þjálfun og fræðslu starfsfólks sem þar starfar. Bláa Lónið er […]
56 milljónir og 1259 félagsmenn
Nýtt ár er hafið og venju samkvæmt hefst það með krafti hvað varðar fjölda umsókna til sjóðsins, bæði umsóknir frá fyrirtækjum og einstaklingum. Mánuðurinn er því annasamur og við fögnum því svo sannarlega. Samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í janúar var 56 milljónir króna og á bak við þá tölu voru 1259 félagsmenn. […]
Menntadagur atvinnulífsins 2023
Menntadagur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem menntamál eru í brennidepli. Fundurinn í ár ber yfirskriftina Færniþörf á vinnumarkaði og er haldinn í Hörpu þriðjudaginn 14. febrúar nk. kl. 09:00 – 10:30. Á fundinum verður eftirspurn eftir vinnuafli greind þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar svo […]
44.6 milljónir króna í styrki í desember
Það má með sanni segja að síðasti mánuður ársins hafi hreinlega sprungið í fjölda umsókna frá fyrirtækjum. Þær streymdu inn sem aldrei fyrr og 25% af þeim fjölda umsókna sem barst á árinu, barst í desember. Það þurfti því heldur betur að bretta upp ermar og spýta í lófa, því á bak við hverja umsókn […]
Framkvæmdastjóri Starfsafls ritar í Hjálm
Í lok hvers árs gefur Verkalýðsfélagið Hlíf út veglegt blað og hefur sú hefð myndast að framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, riti stuttan pistil eða veiti ritstjóra viðtal. Að þessu sinni ritaði framkvæmdastjóri pistil sem tók meðal annars til íslenskunáms starfsfólks með annað tungumál en íslensku og einstaklingsnám starfsfólks sem greitt er fyrir af fyrirtæki þess […]
Breytingar á reglum Starfsafls
Um leið og við óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir samfylgdina á liðnum árum þá bendum við á nýjar reglur sem tóku gildi um áramót. NÝTT: Sameiginlegur styrkur fyrirtækis og einstaklings. Nú geta bæði fyrirtæki og félagsmaður nýtt sinn rétt vegna starfsmenntunnar starfsmanns, sjá nánar hér VIÐBÓT VIÐ ELDRI REGLU; Uppsafnaður réttur og […]
Opnunartími Starfsafls yfir jól og áramót
Við ætlum að taka okkur langt og gott frí yfir hátíðarnar og mæta galvösk til leiks á nýju ári. Skrifstofa Starfsafls verður því lokuð frá föstudeginum 23. desember 2022 til mánudagsins 2. janúar 2023. Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Myndin […]
Mikill fjöldi umsókna í desember
Í þessum síðasta mánuði ársins hefur sjóðnum borist mikill fjöldi umsókna enda mörg fyrirtæki sem vilja fullnýta sinn rétt innan ársins. Umsóknir sem bíða afgreiðslu eru í tugum talið og allt kapp er lagt á afgreiðslu þeirra. Að gefnu tilefni er bent á að umsóknum er umsvifalaust hafnað ef tilskylin gögn fylgja ekki með umsókn eða […]
VHE fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við VHE ehf. Fjórir sjóðir; Starfsafl, Landsmennt, Iðan og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks koma að verkefninu og greiða hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga. Hjá VHE starfa um 206 einstaklingar og þar af eru 18 í þeim félögum sem standa að Starfsafli. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að […]