Áskrift að stafrænum fræðslupökkum

Í stjórn Starfsafls hefur verið samþykkt ný regla sem tekur til styrkja vegna stafrænna fræðslupakka.  

Reglan tekur við af eldri reglu og er samin í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólk og Landsmennt.  Að borðinu voru auk þess kallaðir til hagaðilar svo greina mætti mögulegar leiðir. 

Óhætt er að segja að sjóðirnir hafi verið í ákveðnum tilraunafasa og verða svo áfram hvað fræðslu af þessu tagi varðar.  Reglan er sett til eins árs og verður þá tekin til skoðunar.

Reglan tekur  gildi um næstu mánaðarmót og verður á þann veg að hægt verður að sækja um styrk þegar 6 mánuður eru liðnir frá því að fræðslupakki var keyptur, miðað við gjalddaga reiknings, og  sýna  verður fram á virka notkun félagsmanna. 

Með þessari nálgun er um  um algjöra undantekningu á afgreiðslu styrkja að ræða og helgast af því að stafræn fræðsla er eina fræðslan sem greidd er  fyrirfram, en ekki eftir á, eins og venja er. 

Ef óskað er frekari upplýsinga þá er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. 

Myndin er fengin hér