Breytt verklag við afgreiðslu umsókna

Af óviðráðanlegum orsökum þurfa umsækjendur fyrirtækja með starfsfólk í Eflingu að leggja fram staðfestingu á skilum iðgjalda þess starfsfólks  sem sótt er um styrk vegna.

Athugið að þetta á aðeins við um Starfsafl og félagsmenn Eflingar.

Yfirlitið þarf að sýna fram á skil iðgjalda þann mánuð eða mánuði sem námskeið fer fram og reikningur er útgefinn.  Yfirlitið er hægt að nálgast á mínum síðum launagreiðenda hjá Gildi, sjá hér 

Með umsókn þarf þá að senda inn eftirtalin gögn:

1. Námskeiðslýsingu
2. Reikning og staðfestingu á greiðslu (kvittun úr heimabanka)
4. Yfirlit yfir alla þátttakendur, kennitölur þeirra og stéttafélagsaðild
4. Staðfestingu á skilum iðgjalda til Gildis vegna Eflingarstarfsfólks.  

Við biðjumst velvirðingar á þeim vandkvæðum sem þetta kann að valda en við þetta verður ekki ráðið. 

Velkomið er að senda póst á lisbet@starfsafl.is eða hringja í síma 6930097 ef frekari upplýsinga er óskað.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og  Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.