Við viljum vekja athygli á því að umsóknir fyrirtækja þurfa að berast fyrir miðvikudaginn 13. desember ef þær eiga að fá afgreiðslu fyrir áramót. Ekki ert tryggt að umsókn sem berst eftir þann tíma verði afgreidd fyrr en á nýju ári. Því fyrr sem umsókn berst, því betra ! Við viljum minna á að fyrirtæki […]
Category: Almennar fréttir
Greidd styrkfjárhæð í október 37.8 milljónir
Október var sannarlega kröftugur mánuður,og bárust sjóðnum tugi umsókna frá fjölda fyrirtækja. Það er ánægjulegt og vísbending um að fræðsla starfsfólks sem greitt er fyrir af fyrirtæki er sífellt að aukast sem og sá fjöldi fyrirtækja sem nýtir sér það bakland sem Starfsafl er. Fræðsla á gólfi, stafræn fræðsla og eigin fræðsla er allt framsetning […]
Tímasparnaður að vanda vel til verka
Nú fer sá tími í hönd þar sem margir rekstraraðilar leggja inn umsóknir á www.attin.is vegna þeirrar fræðslu sem farið hefur fram á árinu. Við fögnum því svo sannarlega en viljum minna á eftirfarandi. Með hverri umsókn þarf ákveðin gögn auk þess sem skila þarf inn yfirliti yfir greiðslu starfsmenntaiðgjalds þar sem félagsmenn Eflingar eru […]
Áunninn réttur nýttur í skólagjöldin
September er sá mánuður ársins sem flestar umsóknir berast frá yngstu félagsmönnunum sem eru í námi á veturnar og nýta þann rétt sem ávinnst með störfum samhliða námi og sumarvinnunni. Við fögnum því. Einnig er ánægjulegt að segja frá því að fjöldi fyrirtækja sér hag í þvi að greiða fyrir sitt sumarstarfsfólk allskonar vinnuvélanám sem […]
Netnám á erlendum vefsíðum ekki styrkt
Stjórn Starfsafls hefur ákveðið að endurskoða styrkveitingu til einstaklinga er varðar erlent netnám. Starfsafl mun ekki styrkja nám eða námskeið sem fer fram á erlendum vefsíðum, að undanskildu háskólanámi hjá viðurkenndum háskólum. Sú ákvörðun tekur strax gildi. Stjórn Starfsafls mun skoða styrkveitingu fyrir erlent netnám heildstætt á næstu mánuðum og mun endurmeta ákvörðunina þegar þeirri […]
Nokkrir molar um fræðslumál
Mannauðsmál fyrirtækja eru stór kostnaðarliður í rekstri þeirra og því er mikilvægt að vandað sé til verka og hlúð að þeim mannauð sem þar starfar. Undir hatt mannauðsmála falla fræðslu- og starfsmenntamál og er þar meðal annars átt við ýmiskonar fræðslu, svo sem eigin fræðslu, aðkeypta fræðslu, stafræna fræðslu, námskeið, lengra og styttra nám og […]
Má bjóða þér aðstoð við fræðslumálin?
Nú eru flestir ef ekki allir rekstraraðilar komnir aftur til vinnu eftir sumarfrí og farnir að huga að fræðslu fyrir sitt starfsfólk. Einhver fyrirtæki hafa að skipa mannauðs- eða fræðslustjóra sem er sérstaklega menntaður í þeim fræðum en í flestum tilfellum er ekki svo. Þá er gott að geta leitað sér aðstoðar, fyrirtækinu að kostnaðarlausu. […]
35% aukning á milli ára í greiddum styrkjum
Í ágúst, áttunda mánuði ársins, varð tunglið fullt í tvígang, fyrsta dag mánaðarins og þann síðasta. Þegar svo ber undir er seinna fulla tunglið í einum og sama mánuðinum kallað „blátt tungl“ eða „blámáni“ Fræðsla og þá þekking af þessu tagi gagnast lítið í flestum störfum enda meira til gamans. Hinsvegar er mikilvægi sí- og […]
Skrifstofa Starfsafls lokuð 1.-11 september
Skrifstofa Starfsafls verður lokuð frá föstudeginum 1. september til mánudagsins 11. september vegna síðbúins sumarleyfis. Umsóknir fyrirtækja er hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem berast á áðurgreindum tíma afgreiddar vikuna 11-15 september, ef öll tilskylin gögn fylgja. Önnur erindi bíða einnig afgreiðslu til þess tíma. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi […]
Nýtt símanúmer á skrifstofu Starfsafls
Í kjölfar flutninga á skrifstofu Starfsafls í Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, hefur verið tekið í notkun nýtt símanúmer; 5181850. Öllum fyrirspurnum vegna þjónustu við fyrirtæki vegna starfsmenntamála og styrkja skal beint til skrifstofu Starfsafls en upplýsingagjölf og afgreiðsla styrkja til einstaklinga er sem fyrr á skrifstofum þeirra félaga sem aðild eiga að sjóðnum; Eflingar stéttarfélags, […]