Starfsafl veitir styrk til námsefnisgerðar

Í reglum Starfafls má finna reglu sem tekur til umsókna vegna námsefniðsgerðar, nýsköpunar- og þróunarstyrkja.  Þau verkefni sem stuðla að nýsköpun í menntun félagsmanna Starfsafls ásamt þróunarverkefnum njóta forgangs við styrkveitingu en allar slíkar umsóknir eru ávallt bornar undir stjórn Starfsafls. 

Á dögunum barst umsókn frá  Saga Akademía, viðurkenndum fræðsluaðila, þar sem óskað var eftir styrk til að gera kennslubók fyrir byrjendur frá Víetnam í islenskri málfræði.

Í umsókninni kom fram að undanfarin ár hefur Saga  Akademíu  verið með nokkra  hópa af fólki frá Víetnam í íslenskunámi. Ekkert námsefni er til fyrir þá nemendur sem hafa litla eða enga íslenskukunnáttu og oftast enga enskukunnáttu. Því var ákveðið að taka saman námsefni fyrir þessa nemendur.  Frá því í haust hefur bókin verið kennd í tilraunafasa og mun hún fara í prentun á nýju ári.  Bókin miðar að námskrá í íslensku 1.

Stjórn Starfafls var á einu máli um að námsefnið væri vandað og samþykkti að veita umbeðinn styrk.  

Stjórn Starfafls var á einu máli um að námsefnið væri vandað og samþykkti að veita umbeðinn styrk.  

Bókin heitir Íslenska fyrir Víetnama 1 (Hoc Tieng Bang Ðao Theo Cach De Hieu) og er ætluð byrjendum í íslensku sem hafa víetnömsku að móðurmáli. Í bókinni eru fjölmörg verkefni og mjög margar skýringarmyndir og teikningar. Engin önnur kennslubók er til sem sérstaklega er samin fyrir Víetnama. Höfundar bókarinnar eru Karl Smári Hreinsson og Tracey Phuc Nguyen og óskar Starfsafl þeim hjartanlega til hamingju með nýju bókina. 

  Engin önnur kennslubók er til sem sérstaklega er samin fyrir víetnama.

Í reglu nr. 11 undir fyrirtækjastyrkjum má nálgast eyðublað vegna umsókna um styrk vegna námsefnisgerðar, nýsköpunar og þróunarverkefna. Athugið að aðeins eru styrkt verkefni sem taka til félagsmanna. 

Frekari upplýsingar má fá á skristofu Starfsafls.