Allar umsóknir 2023 hafa verið afgreiddar
Það er gríðarlega ánægjulegt að segja frá því að allar umsóknir sem bárust í þessum síðasta mánuði ársins hafa verið afgreiddar,* þar með talið þær umsóknir sem bárust eftir 13. desember, sem var síðasti dagurinn til að skila inn á árinu. Þrátt fyrir þessi tímamörk þá bárust 35 umsóknir eftir 13. desember sem er meðalumsóknafjöldi eins mánaðar. Í ljósi þessa munum við á næsta ári taka harðar á og ekki taka við umsóknum eftir settan síðasta dag og þær umsóknir sem berast eftir daginn í dag verða ekki afgreiddar fyrr en á nýju ári. Álagið á sjóðinn verður of mikið og óþarfi, í ljósi þess að hægt er að sækja um í sjóðinn allt árið.
Þá hafa allar umsóknir sem bárust á árinu verið afgreiddar með einum eða öðrum hætti* og hefur sjóðnum aldrei borist þvílíkur fjöldi umsókna áður og heildarstyrkfjárhæð ársins hefur aldrei verið eins há og nú eða 83 milljónir króna.* Við fögnum því öfluga fræðslustarfi sem á sér stað innan fyrirtækja og stefnum enn hærra á nýju ári.
Við fögnum því öfluga fræðslustarfi sem á sér stað innan fyrirtækja og stefnum enn hærra á nýju ári.
Ef við höldum áfram með tölfræðina þá voru á árinu öllu afgreiddar 485 umsóknir, þar af bárust 128 í desember. Það er 26% allra umsókna sem bárust á árinu.
Greidd styrkfjárhæð þennan síðasta mánuð var rétt undir 28 milljónum króna eða 33% af greiddum styrkjum á árinu. Mikill fjöldi reikninga sem þarna liggja að baki eru jafnvel frá fyrri hluta ársins 2023 og finnst okkur sem hér störfum það sérstakt að rekstraraðilar skuli sætta sig við að liggja svona lengi úti með sitt fé, hundruði þúsunda og jafnvel milljónir.
Þá er vert að minna á það að Starfsafl greiðir styrki út innan 5 virkra daga ef öll tilskylin gögn fylgja með umsókn. Það hlýtur að skipta máli fyrir allan rekstur.
Mikill fjöldi reikninga sem þarna liggja að baki eru jafnvel frá fyrri hluta ársins 2023 og finnst okkur sem hér störfum það sérstakt að rekstraraðilar skuli sætta sig við að liggja svona lengi úti með sitt fé, hundruði þúsunda og jafnvel milljónir.
Um leið og við óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir samstarfið á árinu sem nú er að kveðja, þá viljum við hvetja alla til að sækja jafnt og þétt um styrki yfir árið og byggja þannig undir enn öflugra fræðslustarf innan fyrirtækjanna.
Áramótakveðja,
Framkvæmdastjóri Starfsafls.
*Örfáar umsóknir eru enn í ferli og ekki hægt að afgreiða þar sem gögn vantar eða hafa verið færðar yfir á næsta ár þar sem fyrirtæki höfðu fullnýtt sinn rétt hjá sjóðnum. Þá eru nokkur Fræðslustjóra að láni verkefni í ferli