Á fundi stjórnar Starfsafls 1. nóvember sl. voru afgreiddar umsóknir til 18 fyrirtækja fyrir samtals 2.5 milljónir. Af þeim 18 fyrirtækjum sem sóttu um styrk voru 2 að sækja um styrk fyrir eigin fræðslu en sífellt fleiri fyrirtæki fara þá leið. Þá voru samþykktir styrkir fyrir eftirfarandi námskeiðum: Líkamsbeiting Vinnuvélanámskeið Íslenska Gæðamál Skyndihjálp […]
Starfsreglur stjórnar
Stjórn Starfsafls hefur sett sér starfsreglur og hafa þær tekið gildi. Starfsreglunum er ætlað að nýtast sem verkfæri stjórnar Starfsafls og framkvæmdastjóra til að mæta þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir. Í starfsreglunum er m.a. tekið á skipun stjórnar og skiptingu starfa, markmið sjóðsins, helstu hlutverk og skyldur stjórnar, ábyrgð stjórnarformanns og form stjórnarfunda, ákvörðunarvald, atkvæðagreiðslur […]
Svarbréf vegna afgreiðslu styrkja
Með tilkomu Áttarinnar, sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóða, hefur verklag við afgreiðslu umsókna verið einfaldað til muna. Nú berast nánast allar umóknir og tilheyrandi gögn frá viðskiptavinum í gegn um Áttina og heyrir það til undantekninga að umsókn berist sjóðnum á annan hátt. Svarbréf vegna afgreiðslu umsókna hafa ennfremur verið send í gegn um Áttina en jafnframt verið send viðskiptavinum sjóðsins með […]
Starfsafl á mannauðsdeginum
Mannauðsdagur Flóru, félags mannauðsstjóra, hefur með ári hverju vaxið og dafnað og er nú orðinn einn stærsti viðburður í greininni. Í ár verður Starfsafl í fyrsta sinn með kynningu á sinni starfsemi á mannauðsdeginum og er það verulega ánægjulegt að fá að taka þátt í þessum metnaðarfulla degi. Þá verður jafnframt formaður Starfsafls og fræðslustjóri […]
Er Starfsafl þinn bakhjarl?
Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, hæfara starfsfólki og getur styrkt samkeppnisstöðu þeirra. Þar er Starfsafl sterkur bakhjarl. Hlutverk Starfsafls er að styrkja einstaklinga innan Flóabandalagsins og fyrirtæki, sem þeir starfa við, í starfsmenntun. Í því felst að Starfafl endurgreiðir fyrirtækjum kostnað vegna starfsmenntunar fyrir starfsfólk sem eru í Eflingu, Hlif og […]
Starfsþjálfun í fyrirtækjum – TTRAIN
Næsti fundur í fundaröðinnni Menntun og mannauður verður haldinn þriðjudaginn 18. október kl. 8:30 – 10:00, í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um starfsþjálfun í fyrirtækjum og nýtt verkefni, TTRAIN verkefni, verður kynnt en verkefnið snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækja sem sjá um að þjálfa nýja starfsmenn á vinnustaðnum og endurmennta þá sem fyrir […]
Bananar ehf fá Fræðslustjóra að láni
Gerður hefur verið samningur við Banana ehf um Fræðslustjóra að láni og er heildarupphæð styrks vegna verkefnisins 710 þús kr. Tveir sjóðir koma að verkinu, SVS og Starfsafl, og greiða hlutfallslega m.v. stéttarfélagsaðild starfsfólks. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til og greiða að fullu fyrir „Fræðslustjóra að láni“, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir […]
Mjólkursamsalan fær Fræðslustjóra að láni
Fyrir helgi var undirritaður samningur við Mjólkursamsöluna ehf um verkefnið Fræðslustjóri að láni. Að verkefninu koma fjórir sjóðir auk Iðunnar fræðsluseturs og nemur styrkfjárhæðin tæpum tveimur milljónum króna. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera […]
Eigin fræðsla fyrirtækja
Það sem af er þessu ári hefur Starfsafl gert samning við 10 fyrirtæki um eigin fræðslu. Í því felst að fyrirtæki geta sótt um styrki til að kosta eigin fræðslu sem fram fer innan fyrirtækjanna með eigin leiðbeinendum. Reglurnar fela í sér að heimilt er að veita styrki samkvæmt tilteknum verklagsreglum og eru þeir ætíð […]
Dominos fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur við Domino´s Pizza á Íslandi (Pizza- Pizza ehf) um verkefnið Fræðslustjóri að láni. Þrír sjóðir koma að verkefninu og greiða það að fullu en verkefnið er fyrirtækjum að kostnaðarlausu. Ráðgjafi verður Sverrir Hjálmarsson hjá Vexti og ráðgjöf og telur verkefnið 125 tíma alls. Markmið verkefnisins er að gera fyrirtækinu kleift að setja fræðslu starfsmanna í […]