Hvatastyrkir

Rafræn fræðsla innan fyrirtækja sækir sífellt í sig veðrið og er svo komið að fjöldi fyrirtækja framleiðir eigin fræðsluefni fyrir sitt starfsfólk.  Í því felst sparnaður til lengri tíma litið en fjárþörf getur verið mikil í upphafi.  Til að bregðast við því og mæta aukinni þörf fyrirtækja hefur Starfsafl tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða fyrirtækjum svokallaða hvatastyrki.  Um tilraunaverkefni er að ræða til eins árs og áskilur stjórn Stafsafls sér rétt til að breyta reglunum eða afnema með öllu, ef þurfa þykir. 

Reglur Starsfafls um hvatastyrki eru sem hér segir:

Fyrirtæki geta sótt um hvatastyrk til að gera rafrænt námsefni og er styrkurinn hugsaður fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun á rafrænu námsefni.    Aðeins er hægt að sækja einu sinni um þann styrk og njóta styrkumsóknir sem stuðla að nýsköpun í menntun félagsmanna ásamt þróunarverkefnum forgangs við styrkveitingu.  Í umsókn þarf að koma fram efnisinntak, áætluð framkvæmd og kostnaðaráætlun.  Styrkupphæð er ákvörðun stjórnar hverju sinni og aldrei meiri en sem nemur 10-15% af áætluðum kostnaði og að hámarki kr. 250.000,-

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Starfsafls í síma 5107550 / 5107551 eða með tölvupósti á starfsafl@starfsafl.is