Styrkumsóknir fyrirtækja afgreiddar strax

Starfsafl hefur tekið upp breytt verklag sem felur í sér að styrkumsóknir fyrirtækja afgreidslaeru ekki lengur lagðar fyrir stjórn heldur afgreiðir starfsfólk styrkumsóknir í umboði stjórnar.  Þetta breytta verklag var samþykkt á fundi stjórnar þann 6. desember sl.
 
Í þessu felst mikil og góð hagræðing fyrir þau fyrirtæki sem sækja til sjóðsins þar sem styrkir verða greiddir út um leið og umsókn hefur verið afgreidd af starfsfólki, en ekki þarf að bíða til fyrsta þriðjudags hvers mánaðar eins og verið hefur. 
 
Umsóknir sem falla undir vafaatriði eða þurfa umfjöllun stjórnar, verður áfram vísað til stjórnar.
 
Stjórn hittist enn sem áður fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og mun beita sér enn frekar fyrir stefnumótandi málum þar sem stuðningur sjóðsins getur falist í fjármögnun, þróun  menntunarúrræða, þarfagreiningarvinnu eða hverjum þeim aðgerðum sem auka menntunarstig félagsmanna og samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá.