Fréttablað Eflingar í fræðslugír

Í nýjasta fréttablaði Eflingar, sem kom út nú í vikunni, er gerð góð grein fyrir þeirri fræðsludagskrá sem fyrirhuguð er fram á vorið fyrir félagsmenn Eflingar. 
 
Starfsafl mælir með því að þeir sem fara með fræðslu- og starfsmenntamál innan sinna fyrirtækja, kynni sér dagskrána og komi henni á framfæri þar sem það á við. 
 
Þá er fjöldi áhugaverðra greina og viðtala í blaðinu, þ.m.t. viðtal við framkvæmdastjóra Starfsafls, Lísbetu Einarsdóttur, um rafræna fræðslu og viðtal við verkefnastjóra Starfsafls, Valdísi Steingrímsdóttur, um klasasamstarf í Hveragerði. 
Blaðið má nálgast á vef Eflingar, www.efling.is