Lísbet Einarsdóttir

Afgreiðsla um hátíðarnar

Afgreiðsla um hátíðarnar

Vegna jólahátíðarinnar verða umsóknir sem berast sjóðnum frá 22. desember og til áramóta afgreiddar mánudaginn 3. janúar. Þá er opnunartími skertur næstu daga; lokað kl. 15:00 á þorláksmessu og lokað 27. og 28. desember.  30. desember, daginn fyrir gamlársdag, er lokað kl. 15:00.   Starfsfólk Starfsafls óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir […]

Rafræn fræðsla styrkt

Rafræn fræðsla styrkt

Áhrif tækninýjunga og rafrænna lausna í námi hafa aukist mikið s.l. ár og er fræðsla innan fyrirtækja þar ekki undanskilin.  Í því samhengi hefur Starfsafl ákveðið að styrkja rafræna fræðslu fyrirtækja og styðja þar við enn frekar við fyrirtæki sem halda uppi öflugu fræðslustarfi.   Það eru óteljandi kostir við rafræna fræðslu, s.s. bíður hún […]

Hvatastyrkir

Hvatastyrkir

Rafræn fræðsla innan fyrirtækja sækir sífellt í sig veðrið og er svo komið að fjöldi fyrirtækja framleiðir eigin fræðsluefni fyrir sitt starfsfólk.  Í því felst sparnaður til lengri tíma litið en fjárþörf getur verið mikil í upphafi.  Til að bregðast við því og mæta aukinni þörf fyrirtækja hefur Starfsafl tekið upp á þeirri nýbreytni að […]

Styrkumsóknir fyrirtækja afgreiddar strax

Styrkumsóknir fyrirtækja afgreiddar strax

Starfsafl hefur tekið upp breytt verklag sem felur í sér að styrkumsóknir fyrirtækja eru ekki lengur lagðar fyrir stjórn heldur afgreiðir starfsfólk styrkumsóknir í umboði stjórnar.  Þetta breytta verklag var samþykkt á fundi stjórnar þann 6. desember sl.   Í þessu felst mikil og góð hagræðing fyrir þau fyrirtæki sem sækja til sjóðsins þar sem styrkir […]

7 milljónir í desember

7 milljónir í desember

Á fundi stjórnar Starfsafls 6. desember sl. voru afgreiddar  styrkumsóknir til alls 20 fyrirtækja.  Heildarstyrkupphæð var rúmlega 7 milljónir króna og nær til 314 starfsmanna.  Aldrei fyrr hefur verið greitt svo há upphæð í styrki sem undirstrikar þann kraft sem er innan fyrirtækja í fræðslumálum.  Sé litið til þeirra námskeiða sem styrkt voru má sjá  fjölbreytni námskeiða er […]

Þarfagreining fyrir hópferðabílstjóra

Þarfagreining fyrir hópferðabílstjóra

Starfsafl ásamt Efling, VSFK og  Hlíf hafa tekið höndum saman um að ráðast í og fjármagna hæfni- og þarfagreiningu á fræðslu fyrir hópferðabílstjóra.  Ástæða þess er breytt starfsumhverfi hópferðabílstjóra, sem m.a. er tilkominn vegna vaxtar í ferðaþjónustu, og þá aukinn fjölbreytileiki starfa sem kallar á viðeigandi fræðslu.   Óskað var eftir því við Mímir Símenntun, […]

Gámaþjónustan fær Fræðslustjóra að láni

Gámaþjónustan fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um Fræðslustjóra að láni við Gámaþjónustuna hf.   Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1984 og  hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskiptavina. Það hefur Gámaþjónustan gert með því að fylgjast með framvindu tækni á öllum sviðum starfsseminnar og nýtt hana til forystu í greininni. […]

Klasasamstarf í Hveragerði

Klasasamstarf í Hveragerði

Undirritaður hefur verið samningur um Fræðslustjóra að láni við nokkur vel valin fyrirtæki í Hveragerði.  Um tilraunaverkefni er að ræða, fyrsta sinnar tegundar, þar sem fræðslustjórinn mun greina fræðsluþarfir þessara fyrirtækja á grundvelli stefnu hvers fyrirtækis.  Afurðin verður ein sameiginleg fræðsluáætlun sem mun ná til allra fyrirtækjanna og taka tillit til þarfa hvers fyrirtækis fyrir sig. Ráðgjafi […]

Breytt regla vegna íslenskunáms

Breytt regla vegna íslenskunáms

Stjórn Starfsafls hefur gert breytingar á reglum sjóðsins á þann veg að nú geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks á sama hátt og vegna annars náms eða námskeiða.  Í þvi felst að nám af þeim toga er styrkt sbr. eftirfarandi reglu:    Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 75% af kostnaði fyrir […]

Styrkir til íslenskukennslu í umsjá RANNÍS

Styrkir til íslenskukennslu í umsjá RANNÍS

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur undanfarin ár veitt styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem hingað kjósa að koma til að búa og starfa. Árið 2015 var afgreiðslu þessara styrkja breytt og er nú sótt um þá til RANNÍS. Þá er aðeins einn umsóknarfrestur í ár, til 6. desember nk. en áður voru þeir tveir.   Aðeins viðurkenndir fræðsluaðilar […]