Októbermánuður kom, sá og sigraði en greidd heildarstyrkfjárhæð var um 6 milljónir króna sem er hæsta upphæð sem greidd hefur verið í þeim mánuði sé litið til síðustu ára. Það þarf oftar en ekki meira en svo að eitt fyrirtæki fari í tiltekt og sendi inn alla reikninga síðastliðna 12 mánuði til að tölurnar breytist […]
Menntun og færni til framtíðar – áherslur SA
Samtök atvinnulífsins kynna áherslur SA í menntamálum mánudaginn 4. nóvember á Grand hótel Reykjavík kl. 12-13. Fundargestir fá nýtt rit SA um tækifæri og áskoranir í menntakerfinu. Fundurinn fer fram í salnum Háteigi á fjórðu hæð. DAGSKRÁ Setning Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA Áherslur Samtaka atvinnulífsins í menntamálum Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA Umræður Lilja […]
33 styrkir til 14 fyrirtækja vegna 300 starfsmanna
Styrkir til einstaklinga hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en þennan septembermánuð og samanlögð styrkfjárhæð aldrei verið hærri. Á þessum tíma, við upphaf framhaldsskóla, er mikið um að framhalds- og háskólanemar sæki um styrk vegna skólagjalda og skýrir það að hluta allan þennan fjölda. Efling greiddi út rúmar 20 milljónir, VSFK tæpar 6 milljónir og […]
Menntamorgnar atvinnulífsins
Starfsafl minnir á menntamorgna atinnulífsins en fyrsti fundur vetrarins verður fimmtudaginn 3. október næskomandi. Fundurinn hefst kl. 8.15 og boðið verður uppá morgunkaffi en áætlað er að fundinum ljúki kl. 9.00. Á menntamorgnum í Húsi atvinnulífsins skapast vettvangur fyrir gagnlegar umræður um leiðir til rafrænnar fræðslu og áskoranir sem henni fylgja. Morgunfundirnir er fyrir alla sem […]
Málþing ASÍ um menntamál
Þann 25. september heldur menntanefnd ASÍ málþing á Hótel Natura um fjórðu iðnbyltinguna og hvað við þurfum að gera til að undirbúa okkur. Í auglýsingu segir: Fjórða iðnbyltingin er hafin – hún hófst fyrir nokkrum árum og hefur óhjákvæmilegar samfélagslegar breytingar í för með sér. Hún hefur áhrif á okkar daglega líf og birtist okkur […]
Ný regla um rafrænt námsumhverfi
Rafræn fræðsla, eða fræðsla sem fram fer í rafrænu námsumhverfi, er víða orðin hluti af vinnustaðamenningu fyrirtækja. Kostirnir eru margir og þá einna helst þeir að fræðsla sem fram ferð með þessum hætti minnkar flækjustig og kostnað sem felst í því að koma öllum saman, á sama staðinn á sama tíma. Hagræðið er augljóst og […]
Handbók um fræðslu og þjálfun á rafrænu formi
Á vef Starfsafls er nú hægt að nálgast handbókina Árangursrík fræðsla og þjálfun – Handbók fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en hún hefur hingað til aðeins verið aðgengileg í prentaðri útgáfu. Höfundar eru Starfsafl fræðslusjóður, Attentus – mannauður og ráðgjöf ehf, BEST og Fondo Formacion Euskadi. Handbókinni er ætlað að nýtast þeim sem skipuleggja fræðslu, […]
Starfsafl styrkir fræðslu byggingastarfsmanna
Það er hverjum og einum mikilvægt að þróast í starfi, viðhalda færni og öðlast nýja. Hæfni þarf að vera í takt við þarfir og kröfur atvinnulífsins, þannig er markaðsforskoti náð. Í nýgerðum kjarasamningi Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins 2019 er skilgreint að byggingastarfsmenn eigi rétt á að sækja námskeið í skyndihjálp og fallvörnum ásamt öryggi […]
Fyrsta kaffispjall vetrarins vel sótt
Fyrsta kaffispjalli vetrarins var vel tekið og fullbókað nánast um leið og auglýsingin fór í loftið. Við fögnum því og það styrkir okkur enn frekar í því að halda þessa morgunfundi okkar, að minnsta kosti á meðan áhugi er til staðar hjá þeim sem sækja okkur heim. Fundinn sóttu fulltrúar sex fyrirtækja úr hinum ýmsu […]
247 félagsmenn á bak við tölur ágústmánaðar
Í ágúst bárust sjóðnum 27 umsóknir frá 10 fyrirtækjum. Það er alltaf ánægjulegt að sjá ný fyrirtæki sækja um hjá sjóðnum og undanfarið hafa fjölmörg ný fyrirtæki bæst í hóp þeirra sem þekkja til og nýta rétt sinn. Það munar um minna. Heildarstyrkupphæð mánaðarins var um 2.8 milljónir og hafa allir styrkir verið greiddir út. […]