Íslenska gámafélagið styrkt vegna námskeiða

Í vikunni veitti Starfsafl Íslenska Gámafélaginu ehf samtals 860 þúsund krónur í styrk vegna námskeiða fyrir starfsfólk.  Fyrirtækið fékk Fræðslustjóra að láni snemma árs 2016 og er eitt fjölmargra sem nýtir sjóðinn á hverju ári.

Styrkupphæðin náði til 16 starfsmanna fyrirtækisins í hinum ýmsu störfum.  

Þau námskeið sem styrkt voru eru meðal annars íslenska, vinnuvélanámskeiða og vistakstur auk þess sem tveir starfsmenn voru styrktir til meiraprófs og bóklegs vinnuvélanáms, en styrkur vegna náms einstaklings getur numið allt að 300.000,- kr. Að því sögðu ber að minna á að fyrirtæki geta fengið allt að 3 milljónir króna í styrk á ári en reglur hans má kynna sér á vefsíðu Starfsafls. 

Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999 með það að markmiði að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu.

Í dag starfa um 300 manns hjá Íslenska Gámafélaginu víða um land. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar starfi hópur sem hefur það markmið að veita góða þjónustu á mannlegum nótum þar sem þörfum hvers og eins er mætt með fagmennsku og gleði. Þá segir ennfremur að  Íslenska Gámafélagið leggur kapp á að vera leiðandi í starfsöryggi og ánægju.

Nánari upplýsingar um styrki til fyrirtækja eru veittir á skrifstofu Starfsafls.

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna.

Myndin er fengin að láni af vefsíðu fyrirtækisins.