Er þinn vinnustaður að horfa til framtíðar?

Í nýútgefnu fréttablaði Eflingar er örstutt grein skrifuð af framkvæmdastjóra Starfsafl, Lísbetu Einarsdóttur.

Í grein sinni fjallar hún um hraðar breytingar atvinnulífs og vinnuumhverfis og mikilvægi þess að þróa færni og getu þeirra sem eru á vinnumarkaði. Með fjórðu iðnbyltingunni, eins og þeim iðnbyltingum sem áður hafa komið, leggjast einhver störf af, störf breytast og ný störf verða til. Þá segir hún meðal annars:

“Ítrustu spár gera ráð fyrir að allt að 80% núverandi starfa verði meira eða minna tölvu- eða tæknivædd á næstu tveimur áratugum. Þau störf breytast eða hverfa. Það má hinsvegar ekki gleyma því að auðveldara er að sjá hvernig núverandi störf geta tapast vegna sjálfvirkni en að ímynda sér hvernig ný störf geta komið fram einhvern tímann í framtíðinni. Það er í raun ómögulegt að hugsa sér hvaða störf verða til um miðja öld samanber það að í byrjun síðustu aldar hefði ekki neinn vitað hvað forritari eða jógakennari er en litið er á hvorutveggja í dag sem sjálfsögð störf. Ný störf verða til.

Í þessu samhengi hafa umræður um framtíð vinnunar og fjórðu iðnbyltinguna beinst að hæfnibili starfsfólks og hvernig hægt sé að brúa það bil með fræðslu og þjálfun en hæfnibil er mismunurinn á hæfni sem þörf er á innan vinnustaðar og þeirrar hæfni sem starfsfólk hefur yfir að ráða,,

Greinina má lesa í heild sinni hér