1182 félagsmenn og 900 kennslustundir

Í þessum næstsíðasta mánuði ársins bárust sjóðnum 48 umsóknir frá 19 fyrirtækjum. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var um 7.5 milljónir og á bak við þá tölu eru 1182 félagsmenn og tæplega 900 kennslustundir. 

6 umsóknum var hafnað og ein umsókn er enn í vinnslu þar sem tilskilin gögn vantaði. Þá voru tvær umsóknir um rafrænt námsumhverfi en nýverið voru settar reglur þar að lútandi, sjá nánar hér.

Í því sambandi er á það bent að mikilvægt er búið sé að fara í ákveðna grunnvinnu áður en fjárfest er í slíku kerfi, svo sem, búa til það námsefni sem nota á, skilgreina með hvaða hætti því verði komið á framfæri, hver þróunin á að vera og gefa rými í vinnutíma fyrir rafrænt nám.

Aðrir styrkir voru vegna eftirfarandi:

Námskeiða fyrir atvinnubílstjóra
Eigin fræðslu fyrirtækja
Verkefnastjórnun
Samskipti og liðsheild
Sérhæfð tækninámskeið
Stjórnendaþjálfun
Öryggisnámskeið.

Greiddar fjárhæðir vegna einstaklingsstyrkja í nóvember voru sem hér segir:

Efling = 13.472.391,-
VSFK = 3.702.827,-
Hlíf = 869.500,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 18.044.718,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.