Það er óhætt að segja að október hafi komið með hvelli hvað fjölda umsókna og greiddar fjárhæðir varðar sem var sannarlega ánægjulegt. Ef til vill er atvinnulífið að ná sér á strik eftir erfiða tíma, vonandi. Í október var samanlögð styrkfjárhæð tæplega 26 milljónir króna sem er sannarlega metmánuður sé litið til ársins í heild […]
Góð kynning á Áttinni, vefgátt sjóða
Fræðsla og þjálfun skilar sér fljótt í meiri starfsánægju starfsfólks og betri árangri fyrirtækja. Þetta var á meðal þess sem fram kom á félagsfundi Félags Atvinnurekenda, „Fræðum og græðum“ sem haldinn var þann 6. október sl. Á þeim fundi kynnti jafnframt Selma Kristjánsdóttir Áttina, vefgátt starsfmenntasjóða,en Starfsafl er einn af átta sjóðum sem standa að […]
Áttin, vefgátt sjóða, á mannauðsdeginum
Birtingarmynd mannauðsdagsins er ráðstefna, sem haldinn er ár hvert, að árinu 2020 undanskildu. Hann var haldinn fyrst árið 2011, hefur vaxið og dafnað með hverju ári og er nú einn stærsti viðburður stjórnunar og mannauðsmála hér á landi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var Framsækin mannauðsstjórnun – lykilinn að breyttri framtíð og fór hún fram í […]
Er þitt fyrirtæki að ávaxta fé sitt?
Í september er skólastarf almennt komið vel í gang, fjöldi námskeiða fyrir fullorðna auglýst og víða fer fræðslustarf af stað innan fyrirtækja eftir góð sumarfrí starfsfólks. Það er vel og alltaf áhugavert að heyra af gróskumiklu fræðslustarfi. September, hvað útgreiðslu styrkja varðar, var hinsvegar mjög rólegur og lítið um fyrirtækjastyrki en þeim mun meira um […]
Menntamorgnar atvinnulífsins
Menntamorgnar atvinnulífsins fara af stað aftur 7. október næstkomandi og hefst fyrsti fundur haustsins klukkan 8:30. Boðið verður upp á morgunkaffi en áætlað er að fundinum ljúki kl. 9:30. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka og hafa verið vel sóttir af þeim sem starfa á vettvangi mannauðs- og fræðslumála. Fundurinn ber yfirskriftina Hæfni í atvinnulífinu […]
Artic Trucks fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við fyrirtækið Artic Trucks. Tveir sjóðir, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks auk IÐUNNAR Fræðsluseturs koma að verkefninu og greiða hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga. Hjá Artic Trukcs starfa 33 starfsmenn og þarf af eru 5 í Eflingu stéttafélagi. Fyrirtækið er viðurkenndur þjónustuaðili fyrir ýmsa aðila […]
Á þitt fyrirtæki rétt hjá Starfsafli?
Fyrirtæki á almennum markaði með starfsfólk í Eflingu, VSFK og Verkalýðsfélaginu Hlíf getur sótt um styrki vegna náms og fræðslu starfsfólks. Réttur fyrirtækis til að sækja um styrk myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd. Allt starfstengt nám er styrkt, til dæmis íslenska, meirapróf, vinnuvélanám, öryggis- og gæðastjórnunarnámskeið, stjórnun, liðsheildar og samskiptanámskeið.Styrkt […]
180 milljónir til fyrirtækja og einstaklinga
Mikilvægi sí- og endurmenntunar verður seint metið að verðleikum enda sterk tengsl menntunar við velferð, hagsæld og jöfnuð. Nám, hvort heldur um er að ræða styttri námskeið eða lengra nám, getur oft verði kostnaðarsamt og ekki allra að fjármagna. Þar af leiðir er mikilvægt fyrir alla að geta nýtt áunninn styrk í starfsmenntasjóð og þannig […]
Spjallað um fræðslu í hlaðvarpi Iðunnar
Nýverið var Lísbetu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Starfsafls boðið í hlaðvarp IÐUNNAR, Augnablik í iðnaði, til að ræða meðal annars fræðslustyrki til fyrirtækja, vefgátt sjóða og fræðslustjóra að láni, svo fátt eitt sé talið. Í kynningu Iðunnar segir; Lísbet Einarsdóttir framkvæmdastjóri Starfsafls kom í hlaðvarp IÐUNNAR, Augnablik í iðnaði, til að ræða Áttina. Þar fórum við yfir […]
Skrifstofa Starfsafls lokuð til 13. september
Skrifstofa Starfsafls er lokuð 1. til 13. september vegna síðbúinna sumarleyfa. Umsóknir fyrirtækja er sem fyrr hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem berast á fyrrgreindum tíma afgreiddar fyrir 20. september. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga. Sólarkveðja. Myndin er fengin hér