394 félagsmenn og 11 fyrirtæki

Í uppgjöri febrúarmánaðar er talsvert lægri fjárhæð sem fer í styrki til einstaklinga borið saman við síðastliðin tvö ár en hærri fjárhæð í styrki til fyrirtækja. Heildargreiðsla þennan mánuðinn vegna febrúar var 23,604,157, þar af voru 2,343,987,- í styrki til fyrirtækja. 

Á bak við þessar tölur eru 394 félagsmenn sem nutu góðs af, í formi aukinnar fræðslu af ýmsu toga auk réttinda á vinnuvélar og tæki, svo dæmi séu tekin.

Styrkir til fyrirtækja

27 umsóknir bárust frá 11 fyrirtækjum í mánuðinum, þar af tvær vegna Fræðslustjóra að láni. Þær umsóknir eru enn í ferli og ekki í tölum mánaðarins. Þá er ein umsókn óafgreidd þar sem umbeðin gögn hafa ekki borist. Vert er að benda á að í slíkum tilfellum er umsókn hafnað hafi gögn ekki borist innan 4 vikna. Lægsti styrkurinn þennan mánuðinn var 42.647,- og sá hæsti kr. 307.800,- Samanlögð styrkfjárhæð var eins og fyrr segir kr.2,343,987,- og á bak við þá tölu 75 félagsmenn.

Styrkir til einstaklinga

Alls fengu 319 einstaklingar styrk úr sjóðnum þennan mánuðinn og samanlögð styrkfjárhæð var kr. 21,260,170,-  Sú fjárhæð skiptist sem hér segir:

Efling kr. 15,072,262,-

VSFK kr. 5,015,920,-

Hlíf kr. 1,171,988,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér