Er þitt fyrirtæki á listanum ?

82 fyrirtæki sóttu um styrk, einn eða fleiri, til Starfsafls árið 2021 vegna starsfmenntunar starfsfólks. Þau fyrirtæki koma úr ýmsum greinum atvinnulífsins, svo sem öryggisþjónustu, veitingasölu, ræstingum, matvælaframleiðslu, iðnaði, verktöku og svo mætti lengi telja. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera með starfsfólk í þeim stéttafélögum sem standa að Starfsafli og fjárfesta í fræðslu þeim til handa og fyrirtækinu til heilla.  Heildarfjárhæð greiddra styrkja var 35 milljónir króna. 

Fyrirtæki á almennum markaði með starfsfólk í Eflingu, VSFK og Verkalýðsfélaginu Hlíf getur sótt um styrki vegna náms og fræðslu starfsfólks.  

Starfsafl styrkir fyrirtæki um allt að 90% af kostnaði fram til 1. maí 2022 og geta fyrirtæki sótt um allt að þrjár milljónir króna á ári. Réttur fyrirtækis til að sækja um styrk myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd. Skilyrði er að sá starfsmaður (eða starfsmenn) sem sótt er um styrk vegna hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu þegar námskeið fór fram, nafn og kennitala komi fram á reikningi (eða fylgiskjali) þar sem fyrirtækið er tilgreindur greiðandi.

Allt starfstengt nám er styrkt, til dæmis íslenska, meirapróf, vinnuvélanám, öryggis- og gæðastjórnunarnámskeið, stjórnun, liðsheildar og samskiptanámskeið.Styrkt er nám einstakra starfsmanna og hópa, sjá reglur hér

Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á þeim fyrirtækjum sem fengu styrk.  Er þitt fyrirtæki á listanum ?  

 

1912 Eimskip Jarðboranir Regnbogalitir
 Hlaðbær Colas  Fagurverk  Karína  Salathúsið 
Aalborg Portland Festi Katla matvælaiðja Securitas 
Aflvélar Flugleiðahótel  KFC  Síld og fiskur 
Airport Associates FlyoverIceland KGS ræstingar Sjóklæðagerðin
Alex airport Hótel  Garðlist ehf Kjörís  Skeljungur
Arctic Trucks Ísland  Gleðiheimar Landfast  Skinney-Þinganes
AÞ – þrif  GTS  Lóðaþjónustan Skólamatur 
Bananar Háfell  Mata Skólar 
Bílaumboðið Askja Hampiðjan Ísland  Mjólkursamsalan Sláturhús Skvh 
Björgun Höldur  N1  Smith og Norland
Bláa Lónið Hópbílar  Noddle Station Snæland Grímsson 
Blue Car rental Hótel 1919  Nova Te og kaffi
BM Vallá  Hótel Klettur Ólafur G. og Co Terra umhverfisþjónusta
Borgarverk Hótel Óðinsvé Ölgerðin Toyota á Íslandi
Brim Húsasmiðjan Öryggismiðstöð Íslands Trefjar 
CCEP Innnes Pizza Pizza Vélaborg
Center hótel Ísam  Ræktunarsamband Flóa og Skeiða Vesturbær kaffihús 
Colas Ísland Íslandshótel Ræstitækni  Vignir G. Jónsson
Djús ehf Íslenski barinn Ragnar og Ásgeir Visir
  Ístex  Rammi  
       

 

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér