Árið fer vel af stað hjá Starfsafli

Það er óhætt að segja að árið fari vel af stað hjá Starfsafli, en samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í janúar var 35.3 milljónir króna sem er 6 milljónum krónum hærra en fyrir sama tímabil síðasta árs. Við fögnum því svo sannarlega því á bak við fjárhæðina er fjöldi einstaklinga sem sótt hefur ýmiskonar starfstengda fræðslu, fræðslu sem  eflir það í sínum daglegu störfum.

Samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í janúar var 35.3 milljónir króna

Styrkir til fyrirtækja

15 umsóknir bárust í mánuðinum frá 12 fyrirtækjum, þar af bíður ein umsókn um Fræðslustjóra að láni afgreiðslu. Samanlögð styrkfjárhæð var rúmar 2 milljónir króna, þar sem lægsti styrkurinn var rétt undir 15,000,- krónum og sá hæsti kr. 637,000,- Á bak við þessar tölur eru 157 félagsmenn.

Styrkir til einstaklinga

Efling kr. 26.386.126,-

VSFK kr. 5.180.497.-

Hlíf kr. 1.690.255,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér