Lísbet Einarsdóttir

Nokkrir molar um fræðslumál

Nokkrir molar um fræðslumál

Mannauðsmál fyrirtækja eru stór kostnaðarliður í rekstri þeirra og því er mikilvægt að vandað sé til verka og  hlúð að þeim mannauð sem þar starfar. Undir hatt mannauðsmála falla fræðslu- og starfsmenntamál og er þar meðal annars átt við ýmiskonar fræðslu, svo sem eigin fræðslu, aðkeypta fræðslu, stafræna fræðslu, námskeið, lengra og styttra nám og […]

Má bjóða þér aðstoð við fræðslumálin?

Má bjóða þér aðstoð við fræðslumálin?

Nú eru flestir ef ekki allir rekstraraðilar komnir aftur til vinnu eftir sumarfrí og farnir að huga að fræðslu fyrir sitt starfsfólk. Einhver fyrirtæki hafa að skipa mannauðs- eða fræðslustjóra sem er sérstaklega menntaður í þeim fræðum en í flestum tilfellum er ekki svo. Þá er gott að geta leitað sér aðstoðar, fyrirtækinu að kostnaðarlausu.   […]

35% aukning á milli ára í greiddum styrkjum

35% aukning á milli ára í greiddum styrkjum

Í ágúst, áttunda mánuði ársins, varð tunglið fullt í tvígang, fyrsta dag mánaðarins og þann síðasta. Þegar svo ber undir er seinna fulla tunglið í einum og sama mánuðinum  kallað „blátt tungl“ eða „blámáni“  Fræðsla og þá þekking af þessu tagi gagnast lítið í flestum störfum enda meira til gamans.  Hinsvegar er mikilvægi sí- og […]

Skrifstofa Starfsafls lokuð 1.-11 september

Skrifstofa Starfsafls lokuð 1.-11 september

Skrifstofa Starfsafls verður lokuð frá föstudeginum 1. september til mánudagsins 11. september vegna síðbúins sumarleyfis.  Umsóknir fyrirtækja er  hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem berast á áðurgreindum tíma afgreiddar vikuna 11-15 september, ef öll tilskylin gögn fylgja.  Önnur erindi bíða einnig afgreiðslu til þess tíma. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi […]

Nýtt símanúmer á skrifstofu Starfsafls

Nýtt símanúmer á skrifstofu Starfsafls

Í kjölfar flutninga á skrifstofu Starfsafls í Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, hefur verið tekið í notkun nýtt símanúmer; 5181850. Öllum fyrirspurnum vegna þjónustu við fyrirtæki vegna starfsmenntamála og styrkja skal beint til skrifstofu Starfsafls en upplýsingagjölf og afgreiðsla styrkja til einstaklinga er sem fyrr á skrifstofum þeirra félaga sem aðild eiga að sjóðnum; Eflingar stéttarfélags, […]

Tölur mánaðarins og meira til

Tölur mánaðarins og meira til

Sumarmánuðirnir eru oftar en ekki mánuðir sem notaðir eru til tiltekta innan fyrirtækja.  Ráðist er í það verkefni að hreinsa upp það sem liggur á borðinu og senda inn umsóknir vegna náms og  námskeiða sem starfsfólk hefur sótt það sem af er ári.  Þá eru  fyrirtæki sem senda inn umsóknir vegna námskeiða sem sumarstarfsfólk sækir […]

Vantar þig frekari upplýsingar ?

Vantar þig frekari upplýsingar ?

Á vefsíðu Starfsafls má finna helstu upplýsingar, þar með talið allt um þær reglur sem gilda um styrki til fyrirtækja og einstaklinga auk þess sem þar er að finna sniðmát fyrir fræðsluáætlun, handbók um árangursríka fræðslu og þjálfun, vefmyndbönd til kynningar á Starfsafli og vefgátt sjóða auk fjölda greina og frétta. Fyrir frekari upplýsingar er […]

Viltu vita meira um Starfsafl og Áttina?

Viltu vita meira um Starfsafl og Áttina?

Fyrir þá sem kjósa frekar að hlusta á stutt hlaðvörp eða horfa á stutt myndbönd heldur en að lesa sér til um fræðslustyrki til fyrirtækja, þá eru hér tvær vefslóðir sem henta. Augnablik í iðnaði. Í Augnabliki í iðnaði, hlaðvarpi IÐUNNAR, má finna spjall við Lísbetu Einarsdóttur framkvæmdastjóra Starfsafls.  Í spjallinu er tæpt á því […]

29 milljónir króna í styrki í júní

29 milljónir króna í styrki í júní

Allar umsóknir frá fyrirtækjum í júní voru afgreiddar í nýjum húsakynnum Starfsafls þar sem  skrifstofa Starfsafls flutti í Borgartún 35 undir lok maímánaðar.  Að öðru leyti er allt eins og vera ber á skrifstofu Starfsafls og alltaf ánægjulegt að taka á móti umsóknum frá fyrirtækjum og svara þeim ótal fyrirspurnum sem berast frá þeim sem […]

Samanlögð styrkfjárhæð í maí 32,4 milljónir

Samanlögð styrkfjárhæð í maí 32,4 milljónir

Það er mikilvægt fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsumhverfi, að styrkja þá grunnstoð sem mannauðurinn er og fjárfesta í nauðsynlegri fræðslu. Fyrir einstaklinga á vinnumarkaði er ekki síður mikilvægt að líta á eigin hæfni og færni og sækja þá fræðslu sem þarf. Þá er gott að geta leitað í starfsmenntasjóði og lágmarkað kostnað tengdan […]