Frá 1. janúar taka gildi nýjar reglur um rafræna fræðslu og ekki verða gerðir nýjir samningar fyrr en þá. Eldri reglur gilda um þá samninga sem þegar hafa verið gerðir. Frá áramótum verða reglurnar um rafræna fræðslu sem hér segir: 1. Rafræn fræðsla / netnámskeið eru námskeið sem eru að fullu eða öllu leyti […]
Category: Almennar fréttir
14 milljónir til á fjórða hundrað einstaklinga
Starfsemi Starfsafls er gríðarlega fjölbreytt og snertifletirnir margir. Til að mynda styrkir Starfsafl ekki eingöngu fræðslu- og starfsmenntamál fyrirtækja heldur styrkir Starfsafl einnig einstaklinga til starfsþróunar. Sá háttur er hinsvegar hafður á að stéttarfélögin sem standa að Starfsafli auk Samtaka atvinnulífsins; Efling stéttarfélag, Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, sjá […]
Öflugt fræðslustarf innan fyrirtækja
Það er aðdáunarvert hversu mörg fyrirtæki halda úti öflugu fræðslustarfi og fjárfesta á þann hátt í sínu starfsfólki. Til þess þarf tíma, fjármagn og þol, því það getur oft reynst þrautinni þyngri að ná starfsfólki saman án þess að það hafi veruleg áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. Í októbermánuði bárust Starfsafli 20 umsóknir frá 11 fyrirtækjum. […]
Íslandshótel fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Íslandshótel. Íslandshótel er umsvifamikið fyrirtæki, með 17 hótel á Íslandi; Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið. Fjöldi starfsfólks er um eitt þúsund. Starfsafl, Landsmennt, SVS og Iðan styrkja verkefnið að fullu. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir […]
Rafræn fræðsla fær aukið vægi
Á fyrsta fund vetrarins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem fram fór í sl. viku fóru Þórður Höskuldsson framkvæmdastjóri Outcome kannana, og Guðrún S. Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri menntamála hjá Samtökum atvinnulífsins og fulltrúi SA í stjórn Starfsafls, yfir niðurstöður nýrrar menntakönnunar atvinnulífsins. Fram kom að í sex af hverjum tíu fyrirtækjum fer fram skipuleg fræðsla og […]
Stjórnun á slysavettvangi
Áhugavert námskeið sérstaklega gagnlegt atvinnubílstjórum. Námskeiðið er í umsjón Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og er ætlað atvinnubílstjórum en opið öllum áhugasömum. Farið verður yfir atriði sem skipta máli þegar kemur að stjórnun á slysavettvangi: Hvað þarf að hafa í huga til að tryggja rétt vinnubrögð? Hvernig fáum við yfirsýn? Hvernig komum við upplýsingum frá okkur […]
Askja fær Fræðslustjóra að láni
Nýverið var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við bílaumboðið Öskju. Þar starfa um 100 einstaklingar og Starfsafl, SVS og Iðan styrkja verkefnið að fullu. Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum og er til húsa að Krókhálsi 11, Reykjavík. Þar er meðal annars að finna bílaverkstæði, varahlutaþjónustu […]
25 umsóknir, 20 fyrirtæki, 5 milljónir.
Það er ljóst að líf og fjör er að færast i fræðslustarf innan fyrirtækja eftir sumarfrí, ef litið er til þeirra umsókna sem Starfsafli hefur borist í septembermánuði. Styrkoforð Starfsafls í þeim mánuði eru rúmlega 5 milljónir króna og þar af hefur verið greiddur helmingur eða tæplega 2.5 milljónir króna. Umsóknir sem bárust voru alls 25 talsins frá 20 fyrirtækjum. Þrjár umsóknir voru vegna […]
Líflegar umræður í morgunkaffi Starfsafls
Föstudaginn 22. september sl. var blásið til morgunkaffis á skrifstofu Starfsafls undir yfirskriftinni „Er fræðsla í bollanum þínum“, sjá nánar hér Á þennan annan fund undir þessari yfirskrift mættu fjórir góðir gestir frá fjórum gjörólíkum fyrirtækjum sem eiga það sameiginlegt að vilja hlúa að sínum mannauð með virkri símenntun. Það var margt rætt, t.d. erlendir […]
Ein og hálf milljón til IGS vegna námskeiða
Frá því um síðustu áramót hefur Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum verið með námskeið fyrir starfsfólk IGS sem ber yfirskriftina „Virðing og vinnusiðferði“. Heildarfjöldi námskeiðsstunda er um 150 tímar og náði til 225 félagsmanna sjóðsins (starfsfólk í Eflingu, VSFK og Hlíf). Styrkupphæð er því tæplega ein og hálf milljón króna. IGS ehf. er alþjóðlegt flugþjónustufyrirtæki. Á vefsíðu […]