Vegna samninga um eigin fræðslu

Nú er árið senn á enda og fyrirtæki sem hafa gert saming um eigin fræðslu fyrirtækja þurfa að huga að því að  senda inn viðeigandi gögn svo hægt sé greiða út þau styrkloforð sem byggja á gerðum samningum. 

Þess er óskað að öll gögn séu send inn eigi síðar en 20. desember nk. Ekki verður tekið við gögnum eftir þann tíma fyrir samninga sem gerðir eru fyrir árið 2017 nema ósk berist um annað.  

Þau gögn sem um ræðir og  eru tilgreind í samningi eru sbr. eftirfarandi:

  • A.m.k. 5 þátttakendur séu á hverju námskeiði sbr. reglur Starfsafls um eigin fræðslu.
  • Lagður sé fram þátttakendalisti hvers námskeiðs þar sem fram kemur nafn, kennitala og stéttarfélagsaðild.
  • Afrit af námskeiðsgögnum liggi fyrir eða hafa verið kynnt.

Þessi gögn skal senda í tölvupósti á lisbet@starfsafl.is eða eva@starfsafl.is

Að öðru leyti vísast í reglur Starfsafls um eigin fræðslu. 

Eftir áramót verður tekið upp nýtt verklag vegna eigin fræðslu fyrirtækja.  Nánar um það síðar. 

Myndin er tekin úr myndasafni Starfafls.